Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2024 20:04 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar og formaður Svæðisskipulagsnefndarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson starfandi innviðaráðherra takast hér í hendur vegna nýja Svæðisskipulagsins fyrir Suðurhálendið, sem gildir til 2042. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira