Fréttir

Fréttamynd

20 þúsund manns flúið heimili sín

Um 20 þúsund íbúar í og við Santa Barbara í Kaliforníu hafa yfirgefið heimili sín vegna skógarelda sem brennt hafa um 14 ferkílómetra svæði. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Páfi í Mið-Austurlöndum

Benedikt páfi XVI. telur að kaþólska kirkjan geti gengt mikilvægu hlutverki í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Heimsókn Páfa til Mið-Austurlanda hófst í Jórdaníu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldsþingmaður segir Brown hafa blekkt þingheim

Graham Brady, þingmaður breska Íhaldsflokksins, sem spurði Brown forsætisráðherra Bretlands í breska þinginu í fyrrdag um ábyrgð á innistæðum í Kaupþingi í Bretlandi, segir að forsætisráðherran hafi blekkt þingheim með svari sínu.

Innlent
Fréttamynd

Vel á annað hundrað herskáir fallið

Vel á annað hundrað herskáir Talíbanar og al-Kaída liðar hafi fallið í loftárásum pakistanska stjórnarhersins á norðvestur Pakistan síðasta sólahringinn. Mörg hundruð þúsund íbúar hafa flúið í skelfingu vegna stórsóknar hersins.

Erlent
Fréttamynd

Bakkavör átti daginn í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um 27 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkunin. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,08 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 3,33 prósent og Össurar um 3,12 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sakaðir um bruðl

Brown forsætisráðherra Bretlands varð fyrir enn einu áfallinu í morgun þegar breska blaðið Telegraph birti upplýsingar um endurgreiðslur af opinberu fé til 13 ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins vegna útgjalda sem hægt er að endurgreidd. Brown og fleiri ráðherrar eru sakaðir um að bruðla með almannafé.

Erlent
Fréttamynd

Stórsókn gegn Talíbönum

Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan.

Erlent
Fréttamynd

Gengi Century Aluminum rýkur upp um hundruð prósenta

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 10,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Gengi hlutabréfa í félaginu náði lægsta gildi, 135,5 krónum á hlut snemma í mars. Það stendur nú í 988 krónum á hlut og jafngildir það 629 prósenta hækkun á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætlar að gera Fiat næst stærsta

Í miðri kreppu vill stjórnandi Fiat gera fyrirtækið að næst stærsta bílaframleiðanda heims. Hann hefur áður ráðist í miklar framkvæmdir í niðursveiflu og þá á Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Enn lækkar afurðaverð

Verð á íslenskum sjávarafurðum lækkaði um 1,5 prósent í mars mælt í erlendri mynt og var þetta níundi mánuðurinn í röð sem verðið lækkar. Það er nú jafn hátt og í mars 2006, samkvæmt nýrri greiningu IFS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marel lækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems endaði daginn 3,43 prósentum neðar en á föstudag og bréf Össurar 1,32 prósentum. Á móti hækkaði gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,08 prósent og Bakkavarar um 0,88 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa Marel Food Systems féll um fimm prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um fimm prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta lækkun dagsins. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,77 prósent. Hins vegar skaust gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, upp um 11,33 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Century Aluminum féll um 10 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um tíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór niður um 1,54 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf Century Aluminum féllu um 5,62 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 5,62 prósent í viðskiptum upp á rúmar 140 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Á eftir fylgdi gengi Marel Food Systems, sem féll um 4,59 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri um 1,95 prósent og Færeyjabanka um 1,64 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa Marel Food Systems falla í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,94 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Viðskiptin á bak við gengisþróunina eru sjö talsins upp á 37,4 milljónir króna. Þá hafa ein viðskipti verið með bréf Bakkavarar upp á 270 þúsund krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa Össura hefur hækkað um 1,44 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Marel Food Systems um 0,94 prósent. Þetta eru einu hreyfingar dagsins en viðskipti á hlutabréfamarkaði eru fjórtán talsins upp á 67,5 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talsverð hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Eimskipi hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 24,25 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa á Marel Food Systems um 12,91 prósent. Bréf Össurar fóru upp um 1,01 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent.

Viðskipti innlent