Innlent

Íhaldsþingmaður segir Brown hafa blekkt þingheim

Guðjón Helgason skrifar
Graham Brady, þingmaður breska Íhaldsflokksins, sem spurði Brown forsætisráðherra Bretlands í breska þinginu í fyrrdag um ábyrgð á innistæðum í Kaupþingi í Bretlandi, segir að forsætisráðherran hafi blekkt þingheim með svari sínu.

Brady lagði spurninguna fram til að kanna hvort forsætisráðherrann stæði í vegi fyrir að Christies sjúkrahúsið í Manchester borg fengi aftur sex milljónir punda sem það hefði lagt inn í Kaupþing Singer og Friedlander, útibú Kaupþings í Bretlandi.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali í dag að íslensk stjórnvöld hefðu greint Brady frá rangfærslum í svarinu.

Brady segir það ljóst að Brown hafi blekkt neðri deild breska þingsins með svari sínu þar sem hann hafi gefi til kynna að íslensk yfirvöld hafi haft stjórn á Kaupþingi en ekki Fjármálaeftirlitið í Bretlandi.

Brady telur ekki að Brown hafi blekkt þingheim viljandi og segist fullviss um að það hafi hann gert óviljandi. Mikilvægt sé að leggja áherslu að þó hann sé upplýstur um margt tengt íslensku bönkunum og einnig stöðu Christie sjúkrahússins hafi hann ekki vitað fyrirfram um spurninguna. Því telur Brady að Brown hafi einfaldlega gert mistök í svari sínu.

Brady segir að fulltrúar Chrities sjúkrahússins hafi þegar sent Brown bréf til að leiðrétta þetta.

Hvað varðar þann hluta svarsins um að hann væri í samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og fleiri um hversu hratt Íslendingar gætu borgað það tap sem þeir bæru ábyrgð á sagðist Brady ekki ekki geta svarað til um hvað forsætisráðherran hefði átt við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×