Fréttir SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Innlent 26.9.2011 22:31 Fleiri koma þegar spáin er góð Ríflega fjörutíu jeppar luku um 250 kílómetra bíltúr á laugardag þegar Bílabúð Benna blés til árvissrar "Jeppaferðar fjölskyldunnar“ fyrir viðskiptavini sína. Að þessu sinni lá leiðin um Þingvöll upp að Langjökli þar sem var grillað áður en haldið var að Húsafelli og svo heim. Innlent 26.9.2011 22:31 Fangar fluttir til 28 landa Íslenska ríkið flutti erlenda fanga til 28 landa á síðustu tíu árum. Kostnaður við fangaflutninga til flestra þeirra er um það bil ein milljón króna eða minna. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi fyrir helgi. Flutningar til Litháens eru rúm 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár. Innlent 26.9.2011 22:31 Betlistafur eini kostur lögreglu „Það eina sem lögreglumenn geta gert er að ganga um með betlistaf og biðla til ríkisvaldsins að skoða okkar launakjör ofan í kjölinn, sjá hvað þarna er að og leiðrétta það, en vilji ríkisvaldsins virðist ekki hafa verið mikill til þess undanfarið.“ Innlent 26.9.2011 22:31 Fleiri frá Íslandi gista í Köben ferðamálGistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn hefur fjölgað um nærri þriðjung á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram á vef Túrista, sem vitnar í Dönsku tölfræðistofnunina. Innlent 26.9.2011 22:31 Þrír létust í vinnuslysum Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðasta ári, að því er fram kemur í ársskýrslu Vinnueftirlitsins. Alls eru skráð 1.174 vinnuslys sem voru tilkynnt til eftirlitsins árið 2010, 760 karlar og 414 konur. Dregið hefur úr fjölda slysa um þrjú prósent frá fyrra ári og um 38 prósent frá því sem mest var 2007. Innlent 26.9.2011 22:31 Afdrep fyrir hunda í Hallargarðinum? Hverfisráð Miðborgar leggur til að bann við hundum í ól á Laugavegi verði afnumið. Þetta kemur fram í svari ráðsins til umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar sem óskað hafði eftir tillögum um hugsanlega staðsetningu hundagerðis í miðbænum. Innlent 26.9.2011 22:31 Hærri einkunn en í Reykjavík Skimunarpróf á lestri átta ára barna í grunnskólum Reykjanesbæjar skiluðu betri niðurstöðum en í Reykjavík. Innlent 26.9.2011 22:31 Hefur gengist undir geðrannsókn Maðurinn sem er talinn hafa myrt miðaldra hjón á göngu um Þúsundáraskóginn í Óðinsvéum hefur gengist undir geðrannsókn og verður máli hans brátt vísað til saksóknara. Morðin vöktu mikinn óhug síðasta vor. Erlent 26.9.2011 22:31 Fundu troðfullt skip af silfri Um tvö hundruð tonn af silfri hafa fundist í skipi sem sökk á Atlantshafi árið 1941. Talið er að silfrið sé 230 milljóna Bandaríkjadala virði, eða rúmlega 27 milljarða íslenskra króna. Reynist það rétt hefur jafn verðmætur málmur aldrei fundist í sjó fyrr. Erlent 26.9.2011 22:31 Fjármálaráðherra segir af sér Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kúdrín, sagði af sér embætti í gær. Kúdrín gagnrýndi efnahagsstefnu Dimitrís Medvedev forseta landsins um helgina, eftir að fréttir bárust af því að Medvedev og Vladimír Pútín hygðust skiptast á embættum í forsetakosningum í mars næstkomandi. Erlent 26.9.2011 22:31 Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. Innlent 16.9.2011 21:41 Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. Innlent 16.9.2011 21:41 Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. Innlent 16.9.2011 21:41 Gefið eftir í stóru málunum Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Innlent 16.9.2011 21:41 Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Innlent 16.9.2011 21:41 Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Innlent 16.9.2011 21:41 Kaupin breyta verðmati á ósnortnu víðerni Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Innlent 16.9.2011 21:41 Eineltisfé verður deilt á alla skólana Reykjavíkurborg er hætt í samstarfi við Olweus um eineltisáætlanir í grunnskólum. Sigrún Björnsdóttir hjá menntasviði Reykjavíkur segir að undanfarin ár hafi verkefnastjóri Olweus-áætlunarinnar á Íslandi fengið fasta 2,5 milljóna króna greiðslu fyrir að veita 21 grunnskóla í Reykjavík stuðning. Skólarnir hafi unnið gegn einelti í samræmi við áætlunina. Innlent 16.9.2011 21:41 Pólitísk skylda segir Ingibjörg Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. Innlent 16.9.2011 21:41 Strangari fjárlagareglur í ESB Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær. Viðskipti erlent 16.9.2011 21:41 Rússum spáð kosningasigri „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Erlent 16.9.2011 21:41 Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Erlent 16.9.2011 21:41 Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Innlent 15.9.2011 21:28 Ísland ekki tapað verðmætum sínum Robert Z. Aliber, prófessor á eftirlaunum við Háskólann í Chicago, heimsótti Ísland þrisvar sinnum á árunum 2007 og 2008 og vakti nokkra athygli í hvert sinn. Sumarið 2007 sagði hann íslenskt efnahagslíf hafa öll merki bóluhagkerfis og spáði harðri lendingu. Vorið 2008 málaði hann aftur upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála og sagði íslensku bankana berskjaldaða gagnvart áhlaupi sem væri jafnvel þegar hafið. Því þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana og jafnvel skipta bönkunum í tvennt. Innlent 15.9.2011 22:31 Þingkona kærir ákvörðun til ráðuneytis Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. Innlent 15.9.2011 22:31 Almannagjá er eins og svissneskur ostur Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. Innlent 15.9.2011 22:31 Grunaður um aðild að e-töflusmygli Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september vegna gruns um aðild hans að umfangsmiklu e-töflusmygli, sem upp kom í síðasta mánuði. Innlent 15.9.2011 22:31 Myndi engan vanda leysa „Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, samtaka evrópska iðnaðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“ Viðskipti erlent 15.9.2011 22:31 Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Innlent 15.9.2011 22:31 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 334 ›
SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Innlent 26.9.2011 22:31
Fleiri koma þegar spáin er góð Ríflega fjörutíu jeppar luku um 250 kílómetra bíltúr á laugardag þegar Bílabúð Benna blés til árvissrar "Jeppaferðar fjölskyldunnar“ fyrir viðskiptavini sína. Að þessu sinni lá leiðin um Þingvöll upp að Langjökli þar sem var grillað áður en haldið var að Húsafelli og svo heim. Innlent 26.9.2011 22:31
Fangar fluttir til 28 landa Íslenska ríkið flutti erlenda fanga til 28 landa á síðustu tíu árum. Kostnaður við fangaflutninga til flestra þeirra er um það bil ein milljón króna eða minna. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi fyrir helgi. Flutningar til Litháens eru rúm 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár. Innlent 26.9.2011 22:31
Betlistafur eini kostur lögreglu „Það eina sem lögreglumenn geta gert er að ganga um með betlistaf og biðla til ríkisvaldsins að skoða okkar launakjör ofan í kjölinn, sjá hvað þarna er að og leiðrétta það, en vilji ríkisvaldsins virðist ekki hafa verið mikill til þess undanfarið.“ Innlent 26.9.2011 22:31
Fleiri frá Íslandi gista í Köben ferðamálGistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn hefur fjölgað um nærri þriðjung á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram á vef Túrista, sem vitnar í Dönsku tölfræðistofnunina. Innlent 26.9.2011 22:31
Þrír létust í vinnuslysum Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðasta ári, að því er fram kemur í ársskýrslu Vinnueftirlitsins. Alls eru skráð 1.174 vinnuslys sem voru tilkynnt til eftirlitsins árið 2010, 760 karlar og 414 konur. Dregið hefur úr fjölda slysa um þrjú prósent frá fyrra ári og um 38 prósent frá því sem mest var 2007. Innlent 26.9.2011 22:31
Afdrep fyrir hunda í Hallargarðinum? Hverfisráð Miðborgar leggur til að bann við hundum í ól á Laugavegi verði afnumið. Þetta kemur fram í svari ráðsins til umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar sem óskað hafði eftir tillögum um hugsanlega staðsetningu hundagerðis í miðbænum. Innlent 26.9.2011 22:31
Hærri einkunn en í Reykjavík Skimunarpróf á lestri átta ára barna í grunnskólum Reykjanesbæjar skiluðu betri niðurstöðum en í Reykjavík. Innlent 26.9.2011 22:31
Hefur gengist undir geðrannsókn Maðurinn sem er talinn hafa myrt miðaldra hjón á göngu um Þúsundáraskóginn í Óðinsvéum hefur gengist undir geðrannsókn og verður máli hans brátt vísað til saksóknara. Morðin vöktu mikinn óhug síðasta vor. Erlent 26.9.2011 22:31
Fundu troðfullt skip af silfri Um tvö hundruð tonn af silfri hafa fundist í skipi sem sökk á Atlantshafi árið 1941. Talið er að silfrið sé 230 milljóna Bandaríkjadala virði, eða rúmlega 27 milljarða íslenskra króna. Reynist það rétt hefur jafn verðmætur málmur aldrei fundist í sjó fyrr. Erlent 26.9.2011 22:31
Fjármálaráðherra segir af sér Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kúdrín, sagði af sér embætti í gær. Kúdrín gagnrýndi efnahagsstefnu Dimitrís Medvedev forseta landsins um helgina, eftir að fréttir bárust af því að Medvedev og Vladimír Pútín hygðust skiptast á embættum í forsetakosningum í mars næstkomandi. Erlent 26.9.2011 22:31
Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. Innlent 16.9.2011 21:41
Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. Innlent 16.9.2011 21:41
Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. Innlent 16.9.2011 21:41
Gefið eftir í stóru málunum Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Innlent 16.9.2011 21:41
Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Innlent 16.9.2011 21:41
Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Innlent 16.9.2011 21:41
Kaupin breyta verðmati á ósnortnu víðerni Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Innlent 16.9.2011 21:41
Eineltisfé verður deilt á alla skólana Reykjavíkurborg er hætt í samstarfi við Olweus um eineltisáætlanir í grunnskólum. Sigrún Björnsdóttir hjá menntasviði Reykjavíkur segir að undanfarin ár hafi verkefnastjóri Olweus-áætlunarinnar á Íslandi fengið fasta 2,5 milljóna króna greiðslu fyrir að veita 21 grunnskóla í Reykjavík stuðning. Skólarnir hafi unnið gegn einelti í samræmi við áætlunina. Innlent 16.9.2011 21:41
Pólitísk skylda segir Ingibjörg Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. Innlent 16.9.2011 21:41
Strangari fjárlagareglur í ESB Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær. Viðskipti erlent 16.9.2011 21:41
Rússum spáð kosningasigri „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Erlent 16.9.2011 21:41
Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Erlent 16.9.2011 21:41
Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Innlent 15.9.2011 21:28
Ísland ekki tapað verðmætum sínum Robert Z. Aliber, prófessor á eftirlaunum við Háskólann í Chicago, heimsótti Ísland þrisvar sinnum á árunum 2007 og 2008 og vakti nokkra athygli í hvert sinn. Sumarið 2007 sagði hann íslenskt efnahagslíf hafa öll merki bóluhagkerfis og spáði harðri lendingu. Vorið 2008 málaði hann aftur upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála og sagði íslensku bankana berskjaldaða gagnvart áhlaupi sem væri jafnvel þegar hafið. Því þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana og jafnvel skipta bönkunum í tvennt. Innlent 15.9.2011 22:31
Þingkona kærir ákvörðun til ráðuneytis Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. Innlent 15.9.2011 22:31
Almannagjá er eins og svissneskur ostur Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. Innlent 15.9.2011 22:31
Grunaður um aðild að e-töflusmygli Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september vegna gruns um aðild hans að umfangsmiklu e-töflusmygli, sem upp kom í síðasta mánuði. Innlent 15.9.2011 22:31
Myndi engan vanda leysa „Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, samtaka evrópska iðnaðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“ Viðskipti erlent 15.9.2011 22:31
Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Innlent 15.9.2011 22:31