Ekkert gefið eftir þótt ánægjan sé í fyrirrúmi 16. september 2011 05:00 Í toppbaráttunni Bragi Halldórsson hefur staðið sig vel það sem af er Norðurlandamóti öldunga í skák. Hann er í toppbaráttunni ásamt mörgum sterkum skákmönnum, til að mynda Friðriki Ólafssyni og Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót í síðustu þrjú skipti. Fréttablaðið/Anton Kominn aftur til keppni Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, fyrrverandi formaður Alþjóðaskáksambandsins, er meðal keppenda. „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Halldórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. „Hér njóta menn leiksins og baráttunnar og það er í fyrirrúmi hjá flestum,“ bætir Bragi við. „Úrslitin eru því ekki aðalatriðið, heldur frekar ánægjan af leiknum.“ Bragi hefur verið í forystu nær allt mótið en tapaði fyrir Nils Åke Malmdin í sjöttu umferð, sem fór fram í gær, og féll niður í sjötta sætið. Meðal þeirra 52ja keppenda sem eru mættir til leiks að þessu sinni er Finninn Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót síðustu þrjú skipti, en keppt hefur verið annað hvert ár frá árinu 1999. „Hér eru margir sterkir skákmenn,“ segir Bragi. „Westerinen hefur til dæmis teflt oftar en nokkur annar á Ólympíumóti og síðan er ánægjulegt að sjá Friðrik [Ólafsson stórmeistara] aftur í keppni. Hann var örlítið ryðgaður framan af en er kominn í gang núna,“ segir Bragi. Eftir úrslitin í sjöttu umferð eru finnski stórmeistarinn Yrjö Rantanen og Daninn Jørn Sloth í forystu með fimm vinninga. Friðrik vann í gær og er í þriðja til fimmta sæti ásamt Westerinen og Malmdin með fjóra og hálfan vinning. Mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Þrjár umferðir eru eftir og hefst sjöunda umferð í dag klukkan 14. Mótinu lýkur á sunnudag. Þá kemur í ljós hvort Westerinen sigrar í fjórða sinn í röð eða hvort titillinn fellur einhverjum öðrum í skaut. Jafnvel gæti Íslendingur unnið í fyrsta sinn. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Kominn aftur til keppni Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, fyrrverandi formaður Alþjóðaskáksambandsins, er meðal keppenda. „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Halldórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. „Hér njóta menn leiksins og baráttunnar og það er í fyrirrúmi hjá flestum,“ bætir Bragi við. „Úrslitin eru því ekki aðalatriðið, heldur frekar ánægjan af leiknum.“ Bragi hefur verið í forystu nær allt mótið en tapaði fyrir Nils Åke Malmdin í sjöttu umferð, sem fór fram í gær, og féll niður í sjötta sætið. Meðal þeirra 52ja keppenda sem eru mættir til leiks að þessu sinni er Finninn Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót síðustu þrjú skipti, en keppt hefur verið annað hvert ár frá árinu 1999. „Hér eru margir sterkir skákmenn,“ segir Bragi. „Westerinen hefur til dæmis teflt oftar en nokkur annar á Ólympíumóti og síðan er ánægjulegt að sjá Friðrik [Ólafsson stórmeistara] aftur í keppni. Hann var örlítið ryðgaður framan af en er kominn í gang núna,“ segir Bragi. Eftir úrslitin í sjöttu umferð eru finnski stórmeistarinn Yrjö Rantanen og Daninn Jørn Sloth í forystu með fimm vinninga. Friðrik vann í gær og er í þriðja til fimmta sæti ásamt Westerinen og Malmdin með fjóra og hálfan vinning. Mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Þrjár umferðir eru eftir og hefst sjöunda umferð í dag klukkan 14. Mótinu lýkur á sunnudag. Þá kemur í ljós hvort Westerinen sigrar í fjórða sinn í röð eða hvort titillinn fellur einhverjum öðrum í skaut. Jafnvel gæti Íslendingur unnið í fyrsta sinn. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira