Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða 17. september 2011 07:30 Stopp Engar langreyðar eru veiddar þetta sumarið og segir utanríkisráðherra það benda sterklega til þess að ekki sé markaður fyrir afurðirnar.Fréttablaðið/anton Össur Skarphéðinsson Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. „Við höfum alltaf sagt að við nýtum auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Það má draga í efa að við nýtum þær með sjálfbærum hætti ef við veiðum langreyði sem ekki er hægt að selja. Það hafa verið bornar brigður á að hægt sé að selja afurðirnar,“ segir Össur. „Í mínum huga er engin spurning um að veiðar á hrefnu eru sjálfbærar, en í strangasta skilningi sjálfbærni er hægt að setja spurningarmerki við að langreyðarveiðarnar séu það.“ Hann segir að ekki verði betur séð en ekki sé hægt að selja afurðirnar nú, sem sé væntanlega ástæða þess að ekki sé verið að veiða stórhveli um þessar mundir. Þrátt fyrir efasemdir um sjálfbærni stórhvelaveiða Íslendinga segist Össur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að vinaþjóð eins og Bandaríkin skuli hafa gripið til þeirra ráða að beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða í atvinnuskyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá þá skammsýni sem felst í því að ætla hugsanlega að láta þetta koma niður á samstarfi um norðurslóðir,“ segir Össur. Hann segir að viðræður hafi staðið yfir við bandarísk stjórnvöld um samstarf sem þjónað hefði hagsmunum beggja þjóða. „Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, það eru margar þjóðir sem vilja samstarf við Íslendinga um norðurslóðir. Við verðum þá bara að einbeita okkur að þeim, ef Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á að eiga við okkur samstarf,“ segir Össur. „Ég get nefnt Rússa, Kínverja, Norðmenn og fleiri.“ brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Össur Skarphéðinsson Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. „Við höfum alltaf sagt að við nýtum auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Það má draga í efa að við nýtum þær með sjálfbærum hætti ef við veiðum langreyði sem ekki er hægt að selja. Það hafa verið bornar brigður á að hægt sé að selja afurðirnar,“ segir Össur. „Í mínum huga er engin spurning um að veiðar á hrefnu eru sjálfbærar, en í strangasta skilningi sjálfbærni er hægt að setja spurningarmerki við að langreyðarveiðarnar séu það.“ Hann segir að ekki verði betur séð en ekki sé hægt að selja afurðirnar nú, sem sé væntanlega ástæða þess að ekki sé verið að veiða stórhveli um þessar mundir. Þrátt fyrir efasemdir um sjálfbærni stórhvelaveiða Íslendinga segist Össur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að vinaþjóð eins og Bandaríkin skuli hafa gripið til þeirra ráða að beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða í atvinnuskyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá þá skammsýni sem felst í því að ætla hugsanlega að láta þetta koma niður á samstarfi um norðurslóðir,“ segir Össur. Hann segir að viðræður hafi staðið yfir við bandarísk stjórnvöld um samstarf sem þjónað hefði hagsmunum beggja þjóða. „Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, það eru margar þjóðir sem vilja samstarf við Íslendinga um norðurslóðir. Við verðum þá bara að einbeita okkur að þeim, ef Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á að eiga við okkur samstarf,“ segir Össur. „Ég get nefnt Rússa, Kínverja, Norðmenn og fleiri.“ brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira