Innlent

Hærri einkunn en í Reykjavík

rEYKJANESBÆR Börn í Reykjanesbæ standa sig betur í lestrarprófum en reykvísk börn.fréttablaðið/stefán
rEYKJANESBÆR Börn í Reykjanesbæ standa sig betur í lestrarprófum en reykvísk börn.fréttablaðið/stefán
Skimunarpróf á lestri átta ára barna í grunnskólum Reykjanesbæjar skiluðu betri niðurstöðum en í Reykjavík.

Í vor var meðalárangur barna í Reykjanesbæ á lesskimunarprófinu Læsi tæp 73,58 prósent. Taliið er að börn sem ná 65 prósenta árangri geti lesið sér til gagns. Þetta er besti árangur sem náðst hefur frá upphafi mælinga á prófinu hjá börnum í Reykjanesbæ.

Meðalárangur skóla í Reykjavík var á sama tíma 73,40 prósent sem er besti árangur sem náðst hefur í Reykjavík. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×