Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing 17. september 2011 06:00 Eftirlit með hrossum Dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum, þar sem grunur leikur á að hryssur hafi verið illa skaðaðar af mannavöldum. Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Samkvæmt lýsingu eigenda hryssanna fóru þeir fyrst í byrjun júlí í girðinguna til að skoða folöld þar. Kom þá í ljós að ein hryssanna var með skurð undir taglinu. Önnur var einnig með sár, sem reyndist vera minni háttar. Hryssan með meiri áverkana var færð til dýralæknis. Sárið á henni reyndist bæði langt og djúpt og varð að sauma það saman. Síðastliðinn sunnudag fóru eigendurnir svo aftur í girðinguna til að draga undan hrossunum. Þá sást að tagl þriðju hryssunnar var alblóðugt og afturfætur einnig. Þegar farið var að rannsaka málið nánar reyndist blóðið koma úr kynfærum hryssunnar og var hún samstundis færð til dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hún hefur dvalið þar til í gær, að henni var sleppt. Hryssan sem minnstu áverkarnir voru á er ljónstygg í haga, en hinar tvær gæfari, einkum sú sem mest var sköðuð. Hún er barnahross, mjög spök og treystir öllum, þannig að auðvelt er að ganga að henni hvar sem er. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum, sem hefur, auk annarra, annast hryssurnar sagði í samtali við Fréttablaðið að báðar hefðu þær verið með áverka í skeið. „Fyrri hryssan sem kom var rifin út þannig að áverkinn sást betur. Það þurfti heilmikinn saumaskap til að koma henni í lag. Svo var ljótt sár í síðari hryssunni, Hún var mjög bólgin og mikil blæðing. Hún var kófsveitt og hríðskjálfandi þegar komið var með hana og henni hefði hreinlega getað blætt út,“ lýsir dýralæknirinn ástandi hrossanna tveggja og bætir við að á báðum hryssunum hafi áverkinn verið innanvert öðrum megin. „Mér finnst ólíklegt annað en að þetta geti verið af mannavöldum, miðað við áverkana, en það er svo sem ekki hægt að staðhæfa það meðan ekkert hefur sannast,“ segir Lísa og hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum. Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis, Gunnari Erni Guðmundssyni, var tilkynnt um málið. Hann kynnti sér aðstæður og hvatti eigendur hryssanna til að kæra málið til lögreglu, sem þeir og gerðu. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Samkvæmt lýsingu eigenda hryssanna fóru þeir fyrst í byrjun júlí í girðinguna til að skoða folöld þar. Kom þá í ljós að ein hryssanna var með skurð undir taglinu. Önnur var einnig með sár, sem reyndist vera minni háttar. Hryssan með meiri áverkana var færð til dýralæknis. Sárið á henni reyndist bæði langt og djúpt og varð að sauma það saman. Síðastliðinn sunnudag fóru eigendurnir svo aftur í girðinguna til að draga undan hrossunum. Þá sást að tagl þriðju hryssunnar var alblóðugt og afturfætur einnig. Þegar farið var að rannsaka málið nánar reyndist blóðið koma úr kynfærum hryssunnar og var hún samstundis færð til dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hún hefur dvalið þar til í gær, að henni var sleppt. Hryssan sem minnstu áverkarnir voru á er ljónstygg í haga, en hinar tvær gæfari, einkum sú sem mest var sköðuð. Hún er barnahross, mjög spök og treystir öllum, þannig að auðvelt er að ganga að henni hvar sem er. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum, sem hefur, auk annarra, annast hryssurnar sagði í samtali við Fréttablaðið að báðar hefðu þær verið með áverka í skeið. „Fyrri hryssan sem kom var rifin út þannig að áverkinn sást betur. Það þurfti heilmikinn saumaskap til að koma henni í lag. Svo var ljótt sár í síðari hryssunni, Hún var mjög bólgin og mikil blæðing. Hún var kófsveitt og hríðskjálfandi þegar komið var með hana og henni hefði hreinlega getað blætt út,“ lýsir dýralæknirinn ástandi hrossanna tveggja og bætir við að á báðum hryssunum hafi áverkinn verið innanvert öðrum megin. „Mér finnst ólíklegt annað en að þetta geti verið af mannavöldum, miðað við áverkana, en það er svo sem ekki hægt að staðhæfa það meðan ekkert hefur sannast,“ segir Lísa og hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum. Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis, Gunnari Erni Guðmundssyni, var tilkynnt um málið. Hann kynnti sér aðstæður og hvatti eigendur hryssanna til að kæra málið til lögreglu, sem þeir og gerðu. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira