Fréttir Skipt um stjórnarformann í Icelandic Group Stjórnarformannsskipti hafa átt sér stað í Icelandic Group. Í tilkynningu frá félaginu segir, að í ljósi breytinga á eignaraðild að félaginu hafi Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður, ákveðið eftir stjórnarfund í gær að láta af embætti. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Magnús Þorsteinsson. Viðskipti innlent 17.11.2006 09:50 Kúrdar felldir í Tyrklandi Tyrkneskar hersveitir felldu þrjá liðsmenn hins svokallaða Kúrdiska verkamannaflokks, í skotbardaga, í austurhluta landsins. Mánuður er síðan skæruliðarnir lýst yfir vopnahléi. Erlent 17.11.2006 09:38 Evrópskar friðarumleitanir í Ísrael Frakkar, Spánverjar og Ítalir samþykktu í dag áætlun til þess að reyna að leysa deilurnar við botn Miðjarðarhafsins. í áætlununni er kveðið á um algjört vopnahlé og gefið í skyn að löndin þrjú gætu send eftirlitsmenn til Ísraels. Óvíst er þó hvernig þetta evrópska frumkvæði passar inn í aðrar friðarumleitanir. Erlent 16.11.2006 23:31 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktar um Úganda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem skorað er á uppreisnarher drottins í Úganda að sleppa úr haldi öllum þeim börnum og konum sem þeir hafa rænt á síðustu tveimur áratugum. Erlent 16.11.2006 22:51 Reader's Digest skiptir um eigendur Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum og er talið að 80 milljónir manna lesi það. Viðskipti erlent 16.11.2006 22:15 Æfingaflugtak gekk vel Væntanlegir geimfarar fóru um borð í geimskutluna Discovery í dag til þess að undirbúa sig fyrir geimskotið sem verður í næsta mánuði. Æfingin gekk eins og í sögu og var henni haldið áfram þangað til aðeins fjórar sekúndur voru í flugtak. Erlent 16.11.2006 22:14 Hvalveiðar í Kanada Lið veiðimanna í Kanada mun fara í leiðangur til þess að drepa um 80 Mjaldurhvali. Mjaldurhvalir eru litlir, um þrír til fimm metrar á lengd og hvítir á hörund. Hvalirnir sem á að veiða eru allir fastir í vatni sem á eftir að frysta eftir nokkrar vikur. Erlent 16.11.2006 21:38 Sameiginlegt friðargæslulið að veruleika Kofi Annan sagði í kvöld að ráðamenn í Súdan hefðu samþykkt þá hugmynd hans um að sameinað lið friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu myndi verða við friðargæslu í Darfur-héraði. Erlent 16.11.2006 21:09 Kveikt í ruslatunnum Eldur kviknaði í tveimur ruslatunnum við leikskólann Brákarborg í Brákarsundi í kvöld. Slökkvilið kom fljólega á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn þrátt fyrir töluverðan vind. Lítið tjón hlaust af eldinum en fyrir utan ruslatunnurnar sem brunnu skemmdist skjólveggur sem þær stóðu við einnig. Innlent 16.11.2006 20:56 Æðsti klerkur súnnía í Írak brotlegur Íraska ríkisstjórnin hefur gefið út handtökuskipun á æðsta klerki súnnía í landinu þar sem talið er að hann sé að ýta undir hryðjuverkastarfsemi í Írak. Handtökuskipunin gæti hins vegar ýtt undir ofbeldi milli trúarhópa í Írak, súnní og shíta múslima. Erlent 16.11.2006 20:41 Blair leggur til ný hryðjuverkalög Bretar munu leggja til nýja löggjöf í hryðjuverkamálum fyrir lok ársins. Búist er við því að hún muni fela í sér lög um að breska lögreglan geti haldið grunuðum í lengri tíma án þess að gefa út ákæru á hendur þeim. Erlent 16.11.2006 20:17 Bush í Víetnam George W. Bush varð í dag annar forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Víetnam eftir að Víetnamstríðinu lauk. Vonast var til þess að Bush myndi þar semja um fríverslunarsamning við Víetnama en ekkert varð úr því þar sem repúblikanar misstu yfirráð í báðum deildum þingsins þann 7. nóvember síðastliðinn. Erlent 16.11.2006 19:56 Endalaus saga í olíusamráðsmáli Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Innlent 16.11.2006 19:39 Ofbeldið í Darfur heldur enn áfram Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, opnaði í Eþíópíu í dag alþjóðlega ráðstefnu um hvernig hægt er að leysa ástandið í Darfur-héraði í Súdan. Þar mun hann meðal annars mæla fyrir því að búið til verði sameinað friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu. Erlent 16.11.2006 19:34 Lentu í klóm sjóræningja Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Innlent 16.11.2006 19:24 Bandaríkin í samvinnu við Indland Bandaríska þingið byrjaði í dag að ræða frumvarp sem fjallar um sölu á kjarnorkuvirkum efnum og framleiðslutækjum til Indlands. Frumvarpið hefur verið á hakanum ansi lengi en gagnrýnendur þess eru hræddir að með því að aðstoða Indverja við að koma sér upp kjarnorkutækni muni kjarnorkuvopnakapphlaup verða raunin í Suð-Austur Asíu allri og þá sérstaklega á milli Indlands og Pakistan. Erlent 16.11.2006 19:22 Lögbrot að ráða tengdason biskups Skipan tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í Lundúnum, braut gegn jafnréttislögum, samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag. Siv Konráðsdóttir, lögmaður konunnar sem stefndi segir þetta áfellisdóm yfir biskupi því hann beri samkvæmt dómnum ábyrgð á lögbrotinu. Gestur Jónsson, lögmaður biskups telur þessa niðurstöðu engan vegin áfellisdóm yfir embættisverkum biskups og raunar þvert á móti. Innlent 16.11.2006 19:20 Simpson segir hvernig hann hefði myrt Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Erlent 16.11.2006 18:03 Hörð átök í Austur-Kongó Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Erlent 16.11.2006 17:52 Utanríkisráðherra í þorskastríð Valgerður Sverrisdóttir skar upp herör gegn sjóræningjaveiðum í morgun þegar hún flutti jómfrúarskýrslu sína um utanríkismál. Hún fór vítt og breitt yfir og ræddi einnig að leita þyrfti leiða til að efla samstarf við Evrópusambandið á sviði öryggismála. Innlent 16.11.2006 18:40 Óveður á Kjalarnesi Ennþá er óveður á Kjalarnesi en auðir vegir eru á Suður- og Suðvesturlandi. Á Norðurlandi og Austurlandi er víða hríðarveður og jafnvel stórhríð og ófært er yfir Þverárfjall. Varað er við óveðri sunnan Vatnajökuls. Innlent 16.11.2006 18:36 Kaþólskir prestar skulu vera ógiftir Vatíkanið staðfesti í dag að prestar kaþólsku kirkjunnar ættu að vera einhleypir á fundi sem Benedikt páfi hélt til þess að ræða óskir giftra presta sem vilja stíga í pontu á ný. Fundurinn var haldinn vegna þess að nú hefur afrískur erkibiskup stofnað nýja hreyfingu sem að leyfir þeim kaþólsku prestum sem hafa horfið úr starfi til þess að gifta sig að snúa aftur í pontu. Erlent 16.11.2006 18:14 Dagsbrún sendir frá sér afkomuviðvörun Dagsbrún sendi í dag frá sér afkomuviðvörun vegna níu mánaða uppgjörs. Stjórn fyrirtækisins hefur jafnframt ákveðið að ganga til viðræðna við hugsanlega kaupendur á meirihluta hlutafjár í Daybreak Acquisitions, móðurfélagi Wyndeham press Group PLC, sem er þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands. Innlent 16.11.2006 17:49 Milton Friedman látinn Milton Friedman, helsti frummælandi hins frjálsa markaðar og handhafi Nóbelsverðlauna í hagfræði árið 1976, er látinn. Talsmaður fjölskyldunnar skýrði frá þessu nú rétt í þessu. Erlent 16.11.2006 17:45 Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Innlent 16.11.2006 17:25 Franskir sósíalistar velja sér forsetaefni Franski sósíalistaflokkurinn hélt prófkjör í dag fyrir forsetakosningarnar sem að fara þar fram á næsta ári. Talið er líklegt að konan Segolene Royal eigi eftir að bera sigur úr býtum en fyrstu tölur verða birtar á morgun. Erlent 16.11.2006 17:18 Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag árs fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot. Maðurinn hlaut dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars á þessu ári, fyrir að hafa haft samræði eða önnur kynferðismök við konu á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum, sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 600.000 krónur í skaðabætur. Innlent 16.11.2006 16:56 2000 ára gömul fisksósa Spænskir vísindamenn eru vongóðir um að geta sett saman uppskrift að fisksósu sem auðugir Rómverjar héldu mikið uppá fyrir 2000 árum. Erlent 16.11.2006 16:47 Flaga skilaði tapi Flaga Group tapaði 107.000 bandaríkjadölum eða 7,5 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um 800.000 dali eða 56 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.11.2006 16:38 Rauði herinn endurreistur á næstu árum Erlent 16.11.2006 16:29 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
Skipt um stjórnarformann í Icelandic Group Stjórnarformannsskipti hafa átt sér stað í Icelandic Group. Í tilkynningu frá félaginu segir, að í ljósi breytinga á eignaraðild að félaginu hafi Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður, ákveðið eftir stjórnarfund í gær að láta af embætti. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Magnús Þorsteinsson. Viðskipti innlent 17.11.2006 09:50
Kúrdar felldir í Tyrklandi Tyrkneskar hersveitir felldu þrjá liðsmenn hins svokallaða Kúrdiska verkamannaflokks, í skotbardaga, í austurhluta landsins. Mánuður er síðan skæruliðarnir lýst yfir vopnahléi. Erlent 17.11.2006 09:38
Evrópskar friðarumleitanir í Ísrael Frakkar, Spánverjar og Ítalir samþykktu í dag áætlun til þess að reyna að leysa deilurnar við botn Miðjarðarhafsins. í áætlununni er kveðið á um algjört vopnahlé og gefið í skyn að löndin þrjú gætu send eftirlitsmenn til Ísraels. Óvíst er þó hvernig þetta evrópska frumkvæði passar inn í aðrar friðarumleitanir. Erlent 16.11.2006 23:31
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktar um Úganda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem skorað er á uppreisnarher drottins í Úganda að sleppa úr haldi öllum þeim börnum og konum sem þeir hafa rænt á síðustu tveimur áratugum. Erlent 16.11.2006 22:51
Reader's Digest skiptir um eigendur Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum og er talið að 80 milljónir manna lesi það. Viðskipti erlent 16.11.2006 22:15
Æfingaflugtak gekk vel Væntanlegir geimfarar fóru um borð í geimskutluna Discovery í dag til þess að undirbúa sig fyrir geimskotið sem verður í næsta mánuði. Æfingin gekk eins og í sögu og var henni haldið áfram þangað til aðeins fjórar sekúndur voru í flugtak. Erlent 16.11.2006 22:14
Hvalveiðar í Kanada Lið veiðimanna í Kanada mun fara í leiðangur til þess að drepa um 80 Mjaldurhvali. Mjaldurhvalir eru litlir, um þrír til fimm metrar á lengd og hvítir á hörund. Hvalirnir sem á að veiða eru allir fastir í vatni sem á eftir að frysta eftir nokkrar vikur. Erlent 16.11.2006 21:38
Sameiginlegt friðargæslulið að veruleika Kofi Annan sagði í kvöld að ráðamenn í Súdan hefðu samþykkt þá hugmynd hans um að sameinað lið friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu myndi verða við friðargæslu í Darfur-héraði. Erlent 16.11.2006 21:09
Kveikt í ruslatunnum Eldur kviknaði í tveimur ruslatunnum við leikskólann Brákarborg í Brákarsundi í kvöld. Slökkvilið kom fljólega á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn þrátt fyrir töluverðan vind. Lítið tjón hlaust af eldinum en fyrir utan ruslatunnurnar sem brunnu skemmdist skjólveggur sem þær stóðu við einnig. Innlent 16.11.2006 20:56
Æðsti klerkur súnnía í Írak brotlegur Íraska ríkisstjórnin hefur gefið út handtökuskipun á æðsta klerki súnnía í landinu þar sem talið er að hann sé að ýta undir hryðjuverkastarfsemi í Írak. Handtökuskipunin gæti hins vegar ýtt undir ofbeldi milli trúarhópa í Írak, súnní og shíta múslima. Erlent 16.11.2006 20:41
Blair leggur til ný hryðjuverkalög Bretar munu leggja til nýja löggjöf í hryðjuverkamálum fyrir lok ársins. Búist er við því að hún muni fela í sér lög um að breska lögreglan geti haldið grunuðum í lengri tíma án þess að gefa út ákæru á hendur þeim. Erlent 16.11.2006 20:17
Bush í Víetnam George W. Bush varð í dag annar forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Víetnam eftir að Víetnamstríðinu lauk. Vonast var til þess að Bush myndi þar semja um fríverslunarsamning við Víetnama en ekkert varð úr því þar sem repúblikanar misstu yfirráð í báðum deildum þingsins þann 7. nóvember síðastliðinn. Erlent 16.11.2006 19:56
Endalaus saga í olíusamráðsmáli Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Innlent 16.11.2006 19:39
Ofbeldið í Darfur heldur enn áfram Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, opnaði í Eþíópíu í dag alþjóðlega ráðstefnu um hvernig hægt er að leysa ástandið í Darfur-héraði í Súdan. Þar mun hann meðal annars mæla fyrir því að búið til verði sameinað friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu. Erlent 16.11.2006 19:34
Lentu í klóm sjóræningja Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Innlent 16.11.2006 19:24
Bandaríkin í samvinnu við Indland Bandaríska þingið byrjaði í dag að ræða frumvarp sem fjallar um sölu á kjarnorkuvirkum efnum og framleiðslutækjum til Indlands. Frumvarpið hefur verið á hakanum ansi lengi en gagnrýnendur þess eru hræddir að með því að aðstoða Indverja við að koma sér upp kjarnorkutækni muni kjarnorkuvopnakapphlaup verða raunin í Suð-Austur Asíu allri og þá sérstaklega á milli Indlands og Pakistan. Erlent 16.11.2006 19:22
Lögbrot að ráða tengdason biskups Skipan tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í Lundúnum, braut gegn jafnréttislögum, samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag. Siv Konráðsdóttir, lögmaður konunnar sem stefndi segir þetta áfellisdóm yfir biskupi því hann beri samkvæmt dómnum ábyrgð á lögbrotinu. Gestur Jónsson, lögmaður biskups telur þessa niðurstöðu engan vegin áfellisdóm yfir embættisverkum biskups og raunar þvert á móti. Innlent 16.11.2006 19:20
Simpson segir hvernig hann hefði myrt Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Erlent 16.11.2006 18:03
Hörð átök í Austur-Kongó Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Erlent 16.11.2006 17:52
Utanríkisráðherra í þorskastríð Valgerður Sverrisdóttir skar upp herör gegn sjóræningjaveiðum í morgun þegar hún flutti jómfrúarskýrslu sína um utanríkismál. Hún fór vítt og breitt yfir og ræddi einnig að leita þyrfti leiða til að efla samstarf við Evrópusambandið á sviði öryggismála. Innlent 16.11.2006 18:40
Óveður á Kjalarnesi Ennþá er óveður á Kjalarnesi en auðir vegir eru á Suður- og Suðvesturlandi. Á Norðurlandi og Austurlandi er víða hríðarveður og jafnvel stórhríð og ófært er yfir Þverárfjall. Varað er við óveðri sunnan Vatnajökuls. Innlent 16.11.2006 18:36
Kaþólskir prestar skulu vera ógiftir Vatíkanið staðfesti í dag að prestar kaþólsku kirkjunnar ættu að vera einhleypir á fundi sem Benedikt páfi hélt til þess að ræða óskir giftra presta sem vilja stíga í pontu á ný. Fundurinn var haldinn vegna þess að nú hefur afrískur erkibiskup stofnað nýja hreyfingu sem að leyfir þeim kaþólsku prestum sem hafa horfið úr starfi til þess að gifta sig að snúa aftur í pontu. Erlent 16.11.2006 18:14
Dagsbrún sendir frá sér afkomuviðvörun Dagsbrún sendi í dag frá sér afkomuviðvörun vegna níu mánaða uppgjörs. Stjórn fyrirtækisins hefur jafnframt ákveðið að ganga til viðræðna við hugsanlega kaupendur á meirihluta hlutafjár í Daybreak Acquisitions, móðurfélagi Wyndeham press Group PLC, sem er þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands. Innlent 16.11.2006 17:49
Milton Friedman látinn Milton Friedman, helsti frummælandi hins frjálsa markaðar og handhafi Nóbelsverðlauna í hagfræði árið 1976, er látinn. Talsmaður fjölskyldunnar skýrði frá þessu nú rétt í þessu. Erlent 16.11.2006 17:45
Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Innlent 16.11.2006 17:25
Franskir sósíalistar velja sér forsetaefni Franski sósíalistaflokkurinn hélt prófkjör í dag fyrir forsetakosningarnar sem að fara þar fram á næsta ári. Talið er líklegt að konan Segolene Royal eigi eftir að bera sigur úr býtum en fyrstu tölur verða birtar á morgun. Erlent 16.11.2006 17:18
Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag árs fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot. Maðurinn hlaut dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars á þessu ári, fyrir að hafa haft samræði eða önnur kynferðismök við konu á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum, sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 600.000 krónur í skaðabætur. Innlent 16.11.2006 16:56
2000 ára gömul fisksósa Spænskir vísindamenn eru vongóðir um að geta sett saman uppskrift að fisksósu sem auðugir Rómverjar héldu mikið uppá fyrir 2000 árum. Erlent 16.11.2006 16:47
Flaga skilaði tapi Flaga Group tapaði 107.000 bandaríkjadölum eða 7,5 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um 800.000 dali eða 56 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.11.2006 16:38