Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember 2006 17:25 Njörður P. Njarðvík, rithöfundur. MYND/Stefán Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira