Erlent

Evrópskar friðarumleitanir í Ísrael

Chirac Frakklandsforseti (t.v.) og Zapatero, forsætisráðherra Spánar (t.h.) ræða málin í dag.
Chirac Frakklandsforseti (t.v.) og Zapatero, forsætisráðherra Spánar (t.h.) ræða málin í dag. MYND/AP

Frakkar, Spánverjar og Ítalir samþykktu í dag áætlun til þess að reyna að leysa deilurnar við botn Miðjarðarhafsins. í áætlununni er kveðið á um algjört vopnahlé og gefið í skyn að löndin þrjú gætu send eftirlitsmenn til Ísraels. Óvíst er þó hvernig þetta evrópska frumkvæði passar inn í aðrar friðarumleitanir.

Fjölmiðlar í Ísrael hafa þó sagt frá því að þarlendir embættismenn hafni þessum umleitunum Evrópulandanna þriggja. Löndin þrjú gera ráð fyrir að leggja áætlunina fyrir á fundi Evrópusambandsins og að vinna náið með Javier Solana, eiginlegs utanríkisráðherra sambandsins. Bandarískir embættismenn segjast ekkert vita ef hinum evrópsku áætlunum og halda sig því við "Vegvísinn" svokallaða enn um sinn.

Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar, sagði að löndunum þremur bæri skylda til þess að gera þetta þar sem þau væru nú með eftirlitsmenn í Líbanon. Zapatero bætti við að Ísraelar og Palestínumenn ættu að skiptast á öllum föngum og hefja þvínæst friðarviðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×