Lentu í klóm sjóræningja 16. nóvember 2006 19:24 Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu. Fréttir Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu.
Fréttir Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira