Lögbrot að ráða tengdason biskups 16. nóvember 2006 19:20 Skipan tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í Lundúnum, braut gegn jafnréttislögum, samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag. Siv Konráðsdóttir, lögmaður konunnar sem stefndi segir þetta áfellisdóm yfir biskupi því hann beri samkvæmt dómnum ábyrgð á lögbrotinu. Gestur Jónsson, lögmaður biskups telur þessa niðurstöðu engan vegin áfellisdóm yfir embættisverkum biskups og raunar þvert á móti. Karl Sigurbjörnsson, biskup fól hæfisnefnd að meta umsækjendur um stöðuna í Lundúnum og skipa í stöðuna. Fór svo að nefndin valdi Sigurð Arnarsson, tengdason biskups. Sigríður Guðmarsdóttir, sem einnig sótti um stöðuna taldi að sér vegið og höfðaði mál. Héraðsdómur taldi að biskup hefði ekki mátt fela hæfisnefndinni þetta skipunarhlutverk. Því væri Biskupsstofa skaðabótaskyld. Hæsitéttur staðfestir dóminn en á allt öðrum forsendum. Gestur Jónsson, lögmaður biskups bendir á að Hæstiréttur hafi talið það lögmætt að fela hæfisnefndini þetta hlutverk. Aftur á móti hafi Hæstiréttur metið umsækjendurnar að nýju og talið að Sigríður væri að minnsta kosti jafnhæf og því hafi átt að velja hana með tilvísan til jafnréttislaga. Þetta sé því ekki áfellisdómur yfir biskup. Siv Konráðsdóttir, lögmaður Sigríðar telur aftur á móti að Hæstiréttur staðfesti að biskup beri fulla ábyrgð á gjörðum hæfisnefndarinnar. Telur hún það markverðast við dóminn að Hæstiréttur telji ólögmætt að klæðskerasauma auglýsingu um embættið að menntun og reynslu tengdasonar biskups. Þá komi skýrt fram að Hæstiréttur telji að Sigríður hafi verið hæfari til starfans en Sigurður. Fréttir Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Skipan tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í Lundúnum, braut gegn jafnréttislögum, samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag. Siv Konráðsdóttir, lögmaður konunnar sem stefndi segir þetta áfellisdóm yfir biskupi því hann beri samkvæmt dómnum ábyrgð á lögbrotinu. Gestur Jónsson, lögmaður biskups telur þessa niðurstöðu engan vegin áfellisdóm yfir embættisverkum biskups og raunar þvert á móti. Karl Sigurbjörnsson, biskup fól hæfisnefnd að meta umsækjendur um stöðuna í Lundúnum og skipa í stöðuna. Fór svo að nefndin valdi Sigurð Arnarsson, tengdason biskups. Sigríður Guðmarsdóttir, sem einnig sótti um stöðuna taldi að sér vegið og höfðaði mál. Héraðsdómur taldi að biskup hefði ekki mátt fela hæfisnefndinni þetta skipunarhlutverk. Því væri Biskupsstofa skaðabótaskyld. Hæsitéttur staðfestir dóminn en á allt öðrum forsendum. Gestur Jónsson, lögmaður biskups bendir á að Hæstiréttur hafi talið það lögmætt að fela hæfisnefndini þetta hlutverk. Aftur á móti hafi Hæstiréttur metið umsækjendurnar að nýju og talið að Sigríður væri að minnsta kosti jafnhæf og því hafi átt að velja hana með tilvísan til jafnréttislaga. Þetta sé því ekki áfellisdómur yfir biskup. Siv Konráðsdóttir, lögmaður Sigríðar telur aftur á móti að Hæstiréttur staðfesti að biskup beri fulla ábyrgð á gjörðum hæfisnefndarinnar. Telur hún það markverðast við dóminn að Hæstiréttur telji ólögmætt að klæðskerasauma auglýsingu um embættið að menntun og reynslu tengdasonar biskups. Þá komi skýrt fram að Hæstiréttur telji að Sigríður hafi verið hæfari til starfans en Sigurður.
Fréttir Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira