Erlent

Blair leggur til ný hryðjuverkalög

Blair, til vinstri, og David Cameron eftir ræðu Blairs í dag.
Blair, til vinstri, og David Cameron eftir ræðu Blairs í dag. MYND/AP

Bretar munu leggja til nýja löggjöf í hryðjuverkamálum fyrir lok ársins. Búist er við því að hún muni fela í sér lög um að breska lögreglan geti haldið grunuðum í lengri tíma án þess að gefa út ákæru á hendur þeim.

Tony Blair mistókst að sannfæra breska þingið í fyrra um nauðsyn þess að koma á lögum sem þessum en eftir að bresku lögreglunni tókst að koma upp um hryðjuverkaaðgerðir í sumar hefur lögreglan beðið stjórnvöld um að breyta lögunum á þann hátt að þau geti haldið grunuðum lengur til þess að geta yfirheyrt þá betur.

Í dag getur lögreglan haldið mönnum í allt að 28 daga en sagði að hugsanlegt væri að það myndi verða lengt í allt að 90 daga ef sannfærandi gögn væru fyrir því sem og samþykki allra stjórnmálaflokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×