Fréttir Rafael Correa næsti forseti Ekvador Rafael Correa hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Ekvador. Correa er vinstrisinnaður og keppti við auðmanninn Alvaro Noboa um forsetasætið. Correa hefur lofað félagslegum umbótum og riftun á viðskiptalegum- og hernaðarlegum tengslum við Bandaríkin. Erlent 27.11.2006 08:45 Ellefu handteknir og lagt hald á fíkniefni Lögreglan á Selfossi handtók ellefu manns og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 08:26 Latibær hlaut BAFTA verðlaun Latibær hlaut í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda-og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Magnús Scheving , höfundur þáttanna, sagði í viðtali við Fréttastofuna í morgun að það hafi komið mörgum á óvart að Íslendingar skyldu hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hirt verðlaunin. Innlent 27.11.2006 08:12 Írönsk herflugvél fórst í Tehran Talið er að þrjátíu og sex hafi látið lífið í flugslysi í Íran í morgun. Flugvélin fórst skömmi eftir flugtak í Tehran. Flugvélin var írönsk herflugvél og eru þrjátíu þeirra látnu hermenn. Erlent 27.11.2006 07:18 Fundu lík af kajakræðara Áhöfn á varðskipi Landhelgisgæslunnar fann lík af kajakræðara, sem saknað var í gærkvöldi. Þegar maðurinn, sem var á fimmtugsaldri, kom ekki heim á tilsettum tíma voru björgunarsveitir kallaðar út og fannst bíll hans við norðanverðan Hvalfjörð. Innlent 27.11.2006 07:11 Eldflaugaárásum á Ísrael ekki svarað Vopnahlé tók gildi milli Ísraela og Palestínumanna í morgun eftir fimm mánaða blóðsúthellingar. Ísraelar segja eldflaugaárásirnar ógna vopnahlénu og möguleika á friði. Herir Ísraela voru farnir frá Gasa í morgun þegar vopnahléið hófst. Einungis örfáum tímum síðar, voru gerðar í það minnsta þrjár eldflaugaárásir á Ísrael. Þær unnu þó ekki borgurum mein, né ullu skemmdum á byggingum. Erlent 26.11.2006 16:39 RÚV frumvarpi breytt Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað. Innlent 26.11.2006 18:10 Lögregla skýtur brúðguma til bana Lögregla í New York skaut í gærmorgun brúðguma til bana þar sem hann var á leið af nektarstað í Queens ásamt vinum sínum eftir steggjapartý. Brúðkaupið var áætlað seinna um daginn. Lögregluaðgerð var í gangi þar sem fylgst var með staðnum vegna meintrar ólöglegrar eiturlyfjasölu og vændis. Sjö lögreglumenn, einkennisklæddir og óeinkennisklæddir, voru í eða við staðinn þegar brúðguminn keyrði burt undir morgun ásamt vinum sínum. Erlent 26.11.2006 09:57 Vopnahléi á Gasa ógnað Palestínumenn skutu í það minnsta þremur eldflaugum á Ísrael í morgun, einungis nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé var samþykkt á milli aðilanna. Ein eldflauganna lenti í borginni Sdrot, án þess að vinna borgurum mein eða valda tjóni á byggingum. Hinn herskái armur Hamas og Islamskir öfgamenn hafa lýst ábyrgð á árásunum sem ógna nú vopnahléinu á Gasa, en það tók gildi klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Erlent 26.11.2006 09:52 Fríblöðin skapa vandamál í Danmörku Fríblöð flæða um ruslatunnur og stigaganga fjölbýlishúsa í Danmörku. Dönsku neytendasamtökin hafa selt eitt hundrað þúsund límmiða gegn blöðunum. Danska þingið hefur gefið útgefendum blaðanna frest til áramóta til að finna í sameiningu lausn á málinu. Erlent 25.11.2006 19:47 Þyngri dóma í kynferðisbrotamálum krafist Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. Innlent 25.11.2006 19:30 Yfir 200 manns jarðsettir í Írak Yfir tvö hundruð manns voru bornir til grafar í Írak í dag eftir röð sjálfsmorðs- og bílaárása súnnia í borginni Sadr á fimmtudaginn. Dagurinn var sá mannskæðasti frá upphafi stríðsins. Hundruðir sungu og grétu þegar þeir gengu með kistum ástvina sinna á leið frá borginni Sadr til Najaf. Þrátt fyrir útgöngubann fyrirskipaði forsætisráðherrann lögreglu að gæta öryggis fólksins. Hinir látnu voru bornir til grafar í kirkjugarði í Najaf. Erlent 25.11.2006 19:02 Fjölhæfir jólasveinar Það þykir öruggt merki um að jólin séu í nánd, þegar ljós jólatrjáa eru tendruð. Í miðborg Chicago í Bandaríkjunum var kveikt á þrjátíu metra háu jólatré við hátíðlega athöfn undir jólasöng og flugeldasýningu. Í New York í dag gengu hins vegar eitt hundrað jólasveinar um götur Manhattan og söfnuðu peningum fyrir fátæka og heimilislausa. Erlent 25.11.2006 19:12 Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Innlent 25.11.2006 18:38 Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag. Innlent 25.11.2006 19:14 Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Innlent 25.11.2006 18:55 Umferð hleypt á Sæbrautina Umferð hefur verið hleypt á aftur á alla Sæbrautina. Enn er verið að vinna við frágang meðfram akbrautum og í miðeyju, einkum við gatnamótin Dalbraut-Sundagarðar. Vegagerðin býst ekki við að þeirri vinnu ljúki fyrr en í byrjun desember. Innlent 25.11.2006 18:04 Útgöngubann í Írak fram á mánudag Útgöngubann í Bagdad í Írak mun vera í gildi fram á mánudag. Írösk stjórnvöld tilkynntu í dag að banninu verði aflétt á mánudagsmorgun. Útgöngubannið var sett á eftir eina mannskæðustu árás í landinu frá innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Um tvö hundruð manns týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi Sjía í Bagdad á fimmtudaginn. Erlent 25.11.2006 17:56 Yfir tvö hundruð þúsund fuglum slátrað Slátra á tvö hundruð þrjátíu og sexþúsund alifuglum í Suður-Kóreu eftir að hinn banvæni stofn fuglaflensunnar, H5N1, greindist í fuglum á fuglabúi í landinu. Erlent 25.11.2006 17:46 Um sautjánhundruð hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Klukkan korter í fjögur höfðu rúmlega sautjánhundruð manns kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur en kosið er um sex sæti. Ekki er búist við fyrstu tölum fyrr en annað kvöld. Innlent 25.11.2006 16:27 Átök milli þjófs og starfsmanns Kom til átaka milli þjófs og starfsmanns, í versluninni Intersport á Bíldshöfða í Reykjavík, á þriðja tímanum. Starfsmaðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús með áverka á enni en hann var kýldur í ennið. Innlent 25.11.2006 15:42 Safnað fyrir hreinu vatni fyrir íbúa í Afríku Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag en í ár er verið að safna fjármunum í vatnsverkefni í Afríku. Á ári hverju deyja 1,8 milljón manna af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum. Um 1,1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni og veikist oft af menguðu vatni. Innlent 25.11.2006 15:16 Aðbúnaði ábótavant á leikskólum Aðbúnaði er ábótavant á nánast öllum leikskólum á Norður- og Austurlandi samkvæmt nýrri könnun háskólanema. Innlent 25.11.2006 15:08 Sjálfstæðiskonur óttast áhrif framboðs Árna Johnsen Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna hefur farið fram á það við flokksforystuna að hún skoði sérstaklega mál Árna Johnsen og óttast stjórnin að framboð hans í Suðurkjördæmi kunni að draga úr fylgi flokksins á landsvísu. Innlent 25.11.2006 15:04 Baugsmenn kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru vegna vanhæfni yfirmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir ætla ekki að svara spurningum lögreglu um skattrannsóknina fyrr en skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Innlent 25.11.2006 13:50 Á fjórða hundrað hafa tekið þátt í prófkjöri Á hádegi höfðu þrjú hundruð og fimmtíu manns greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið er á 22 stöðum en alls gefa níu einstaklingar kost í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Þrír sækjast eftir því að leiða listann. Innlent 25.11.2006 13:24 Verður var við andstöðu Framsóknarmanna við RÚV frumvarp Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra segist verða var við mikla andstöðu innan Framsóknarflokksins við hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Hann sagði í þættinum Pólitíkinni á Stöð tvö í dag að hann gæti ekki talað um það sem fram færi á þingflokksfundum en að hann hefði fáa Framsóknarmenn hitt sem vildu að RÚV yrði breytt í hlutafélag. Innlent 25.11.2006 12:52 Flugvél brotlendir á bíl á hraðbraut Sjö eru slasaðir eftir að einkaflugvél brotlenti á bíl á hraðbraut nálægt borginni Essen í vesturhluta Þýskalands í gær. Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Essen-Muelheim þegar slysið varð. Hún klippti í sundur umferðarljós og brú áður en hún brotlenti á bíl á fjölfarinni hraðbraut við flugvöllinn. Bílstjóri flutningabíls náði að slökkva eld sem kviknaði í flaki vélarinnar, en báðir vængirnir brotnuðu af við áreksturinn. Erlent 25.11.2006 12:17 Geislavirk efni á „njósnara“ stöðum í London Fólk sem heimsótti sama veitingastað og hótel og rússneski njósnarinn sem lést á fimmtudaginn er hvatt til að hafa samband við heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi vegna geislavirkra efna sem hafa fundist þar. Efnin fundust á veitingastaðnum Itsu Sushi bar við Piccadilly og Pine bar Millenium hótelsins við Grosvenor torg. Erlent 25.11.2006 12:10 Aðskilnaðarsinnar styðja ályktun um Quebec Flokkkur aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada hefur samþykkt að styðja þingsályktun um að frönskumælandi íbúar Quebec séu þjóð í sameinuðu Kanada. Gagnrýnendur segja tillöguna af pólitískum toga og hún muni stuðla að sundrungu landsins, en hugmyndir um sjálfstæði hins frönskumælandi héraðs hafa komið upp áður og valdið miklum titringi. Erlent 25.11.2006 11:30 « ‹ 298 299 300 301 302 303 304 305 306 … 334 ›
Rafael Correa næsti forseti Ekvador Rafael Correa hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Ekvador. Correa er vinstrisinnaður og keppti við auðmanninn Alvaro Noboa um forsetasætið. Correa hefur lofað félagslegum umbótum og riftun á viðskiptalegum- og hernaðarlegum tengslum við Bandaríkin. Erlent 27.11.2006 08:45
Ellefu handteknir og lagt hald á fíkniefni Lögreglan á Selfossi handtók ellefu manns og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 08:26
Latibær hlaut BAFTA verðlaun Latibær hlaut í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda-og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Magnús Scheving , höfundur þáttanna, sagði í viðtali við Fréttastofuna í morgun að það hafi komið mörgum á óvart að Íslendingar skyldu hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hirt verðlaunin. Innlent 27.11.2006 08:12
Írönsk herflugvél fórst í Tehran Talið er að þrjátíu og sex hafi látið lífið í flugslysi í Íran í morgun. Flugvélin fórst skömmi eftir flugtak í Tehran. Flugvélin var írönsk herflugvél og eru þrjátíu þeirra látnu hermenn. Erlent 27.11.2006 07:18
Fundu lík af kajakræðara Áhöfn á varðskipi Landhelgisgæslunnar fann lík af kajakræðara, sem saknað var í gærkvöldi. Þegar maðurinn, sem var á fimmtugsaldri, kom ekki heim á tilsettum tíma voru björgunarsveitir kallaðar út og fannst bíll hans við norðanverðan Hvalfjörð. Innlent 27.11.2006 07:11
Eldflaugaárásum á Ísrael ekki svarað Vopnahlé tók gildi milli Ísraela og Palestínumanna í morgun eftir fimm mánaða blóðsúthellingar. Ísraelar segja eldflaugaárásirnar ógna vopnahlénu og möguleika á friði. Herir Ísraela voru farnir frá Gasa í morgun þegar vopnahléið hófst. Einungis örfáum tímum síðar, voru gerðar í það minnsta þrjár eldflaugaárásir á Ísrael. Þær unnu þó ekki borgurum mein, né ullu skemmdum á byggingum. Erlent 26.11.2006 16:39
RÚV frumvarpi breytt Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað. Innlent 26.11.2006 18:10
Lögregla skýtur brúðguma til bana Lögregla í New York skaut í gærmorgun brúðguma til bana þar sem hann var á leið af nektarstað í Queens ásamt vinum sínum eftir steggjapartý. Brúðkaupið var áætlað seinna um daginn. Lögregluaðgerð var í gangi þar sem fylgst var með staðnum vegna meintrar ólöglegrar eiturlyfjasölu og vændis. Sjö lögreglumenn, einkennisklæddir og óeinkennisklæddir, voru í eða við staðinn þegar brúðguminn keyrði burt undir morgun ásamt vinum sínum. Erlent 26.11.2006 09:57
Vopnahléi á Gasa ógnað Palestínumenn skutu í það minnsta þremur eldflaugum á Ísrael í morgun, einungis nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé var samþykkt á milli aðilanna. Ein eldflauganna lenti í borginni Sdrot, án þess að vinna borgurum mein eða valda tjóni á byggingum. Hinn herskái armur Hamas og Islamskir öfgamenn hafa lýst ábyrgð á árásunum sem ógna nú vopnahléinu á Gasa, en það tók gildi klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Erlent 26.11.2006 09:52
Fríblöðin skapa vandamál í Danmörku Fríblöð flæða um ruslatunnur og stigaganga fjölbýlishúsa í Danmörku. Dönsku neytendasamtökin hafa selt eitt hundrað þúsund límmiða gegn blöðunum. Danska þingið hefur gefið útgefendum blaðanna frest til áramóta til að finna í sameiningu lausn á málinu. Erlent 25.11.2006 19:47
Þyngri dóma í kynferðisbrotamálum krafist Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. Innlent 25.11.2006 19:30
Yfir 200 manns jarðsettir í Írak Yfir tvö hundruð manns voru bornir til grafar í Írak í dag eftir röð sjálfsmorðs- og bílaárása súnnia í borginni Sadr á fimmtudaginn. Dagurinn var sá mannskæðasti frá upphafi stríðsins. Hundruðir sungu og grétu þegar þeir gengu með kistum ástvina sinna á leið frá borginni Sadr til Najaf. Þrátt fyrir útgöngubann fyrirskipaði forsætisráðherrann lögreglu að gæta öryggis fólksins. Hinir látnu voru bornir til grafar í kirkjugarði í Najaf. Erlent 25.11.2006 19:02
Fjölhæfir jólasveinar Það þykir öruggt merki um að jólin séu í nánd, þegar ljós jólatrjáa eru tendruð. Í miðborg Chicago í Bandaríkjunum var kveikt á þrjátíu metra háu jólatré við hátíðlega athöfn undir jólasöng og flugeldasýningu. Í New York í dag gengu hins vegar eitt hundrað jólasveinar um götur Manhattan og söfnuðu peningum fyrir fátæka og heimilislausa. Erlent 25.11.2006 19:12
Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Innlent 25.11.2006 18:38
Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag. Innlent 25.11.2006 19:14
Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Innlent 25.11.2006 18:55
Umferð hleypt á Sæbrautina Umferð hefur verið hleypt á aftur á alla Sæbrautina. Enn er verið að vinna við frágang meðfram akbrautum og í miðeyju, einkum við gatnamótin Dalbraut-Sundagarðar. Vegagerðin býst ekki við að þeirri vinnu ljúki fyrr en í byrjun desember. Innlent 25.11.2006 18:04
Útgöngubann í Írak fram á mánudag Útgöngubann í Bagdad í Írak mun vera í gildi fram á mánudag. Írösk stjórnvöld tilkynntu í dag að banninu verði aflétt á mánudagsmorgun. Útgöngubannið var sett á eftir eina mannskæðustu árás í landinu frá innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Um tvö hundruð manns týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi Sjía í Bagdad á fimmtudaginn. Erlent 25.11.2006 17:56
Yfir tvö hundruð þúsund fuglum slátrað Slátra á tvö hundruð þrjátíu og sexþúsund alifuglum í Suður-Kóreu eftir að hinn banvæni stofn fuglaflensunnar, H5N1, greindist í fuglum á fuglabúi í landinu. Erlent 25.11.2006 17:46
Um sautjánhundruð hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Klukkan korter í fjögur höfðu rúmlega sautjánhundruð manns kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur en kosið er um sex sæti. Ekki er búist við fyrstu tölum fyrr en annað kvöld. Innlent 25.11.2006 16:27
Átök milli þjófs og starfsmanns Kom til átaka milli þjófs og starfsmanns, í versluninni Intersport á Bíldshöfða í Reykjavík, á þriðja tímanum. Starfsmaðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús með áverka á enni en hann var kýldur í ennið. Innlent 25.11.2006 15:42
Safnað fyrir hreinu vatni fyrir íbúa í Afríku Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag en í ár er verið að safna fjármunum í vatnsverkefni í Afríku. Á ári hverju deyja 1,8 milljón manna af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum. Um 1,1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni og veikist oft af menguðu vatni. Innlent 25.11.2006 15:16
Aðbúnaði ábótavant á leikskólum Aðbúnaði er ábótavant á nánast öllum leikskólum á Norður- og Austurlandi samkvæmt nýrri könnun háskólanema. Innlent 25.11.2006 15:08
Sjálfstæðiskonur óttast áhrif framboðs Árna Johnsen Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna hefur farið fram á það við flokksforystuna að hún skoði sérstaklega mál Árna Johnsen og óttast stjórnin að framboð hans í Suðurkjördæmi kunni að draga úr fylgi flokksins á landsvísu. Innlent 25.11.2006 15:04
Baugsmenn kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru vegna vanhæfni yfirmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir ætla ekki að svara spurningum lögreglu um skattrannsóknina fyrr en skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Innlent 25.11.2006 13:50
Á fjórða hundrað hafa tekið þátt í prófkjöri Á hádegi höfðu þrjú hundruð og fimmtíu manns greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið er á 22 stöðum en alls gefa níu einstaklingar kost í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Þrír sækjast eftir því að leiða listann. Innlent 25.11.2006 13:24
Verður var við andstöðu Framsóknarmanna við RÚV frumvarp Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra segist verða var við mikla andstöðu innan Framsóknarflokksins við hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Hann sagði í þættinum Pólitíkinni á Stöð tvö í dag að hann gæti ekki talað um það sem fram færi á þingflokksfundum en að hann hefði fáa Framsóknarmenn hitt sem vildu að RÚV yrði breytt í hlutafélag. Innlent 25.11.2006 12:52
Flugvél brotlendir á bíl á hraðbraut Sjö eru slasaðir eftir að einkaflugvél brotlenti á bíl á hraðbraut nálægt borginni Essen í vesturhluta Þýskalands í gær. Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Essen-Muelheim þegar slysið varð. Hún klippti í sundur umferðarljós og brú áður en hún brotlenti á bíl á fjölfarinni hraðbraut við flugvöllinn. Bílstjóri flutningabíls náði að slökkva eld sem kviknaði í flaki vélarinnar, en báðir vængirnir brotnuðu af við áreksturinn. Erlent 25.11.2006 12:17
Geislavirk efni á „njósnara“ stöðum í London Fólk sem heimsótti sama veitingastað og hótel og rússneski njósnarinn sem lést á fimmtudaginn er hvatt til að hafa samband við heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi vegna geislavirkra efna sem hafa fundist þar. Efnin fundust á veitingastaðnum Itsu Sushi bar við Piccadilly og Pine bar Millenium hótelsins við Grosvenor torg. Erlent 25.11.2006 12:10
Aðskilnaðarsinnar styðja ályktun um Quebec Flokkkur aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada hefur samþykkt að styðja þingsályktun um að frönskumælandi íbúar Quebec séu þjóð í sameinuðu Kanada. Gagnrýnendur segja tillöguna af pólitískum toga og hún muni stuðla að sundrungu landsins, en hugmyndir um sjálfstæði hins frönskumælandi héraðs hafa komið upp áður og valdið miklum titringi. Erlent 25.11.2006 11:30