Erlent

Flugvél brotlendir á bíl á hraðbraut

Sjö eru slasaðir eftir að einkaflugvél brotlenti á bíl á hraðbraut nálægt borginni Essen í vesturhluta Þýskalands í gær. Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Essen-Muelheim þegar slysið varð. Hún klippti í sundur umferðarljós og brú áður en hún brotlenti á bíl á fjölfarinni hraðbraut við flugvöllinn. Bílstjóri flutningabíls náði að slökkva eld sem kviknaði í flaki vélarinnar, en báðir vængirnir brotnuðu af við áreksturinn. Vélin var á leið frá Berlín til Essen og farþegarnir tveir sem voru um borð eru alvarlega slasaðir. Flugmaðurinn og fjórir aðrir á jörðu niðri eru með minniháttar meiðsl. Flugvélin er af gerðinni Piper PA-34. Hún er sex sæta og tveggja hreyfla einkavél. Ástæður slyssins eru ekki kunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×