Erlent

Eldflaugaárásum á Ísrael ekki svarað

Vopnahlé tók gildi milli Ísraela og Palestínumanna í morgun eftir fimm mánaða blóðsúthellingar. Ísraelar segja eldflaugaárásirnar ógna vopnahlénu og möguleika á friði.

Herir Ísraela voru farnir frá Gasa í morgun þegar vopnahléið hófst. Einungis örfáum tímum síðar, voru gerðar í það minnsta þrjár eldflaugaárásir á Ísrael. Þær unnu þó ekki borgurum mein, né ullu skemmdum á byggingum. Hinn herskái armur Hamas og Islamskir öfgamenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir árásirnar ógna vopnahlénu, en sagðist hafa fyrirskipað að þeim yrði ekki svarað. Aðstoðarforsætisráðherra Palestínu Nasser A-Sh´aer segir alla aðila þurfa að virða bannið.

Shimon Peres aðstoðarforsætisráðherra ísraels hrósaði leiðtoga Palestínu Mahmoud Abbas og forsætisráðherra Ísraels Ehmud Olmert fyrir framtakið. Hann sagði hvorugan aðila eiga betri valkost.

Deiluaðilarnir virðast sammála um að ekki sé annað í stöðunni en að virða vopnahlé og ganga til samninga ef friður eigi að nást.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×