Fréttir

Fréttamynd

Rannsókn á hlerunum lokið

Í dag lauk meðferð hlerunarmálsins hjá Sýslumanninum á Akranesi, þegar niðurstöðurnar voru sendar til Ríkissaksóknara. Að sögn sýslumannsins á Akranesi er rannsókn lokið og voru 12 manns yfirheyrðir, en Jón Baldvin Hannibalsson og Árni Páll Árnason voru kallaðir fyrir í tvígang. Yfirheyrslurnar voru allar teknar upp á myndband til að viðhafa nákvæmari vinnubrögð, en þeirri aðferð er beitt í æ ríkari mæli, og þykir mikilvæg þegar upplýsingar eru viðkvæmar.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum

Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt yfirtökutlboð í Corus

Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækiið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði fyirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einelti og nautnasýki í Latabæ

Latibær hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu misseri og farið sigurför um heiminn. Nú eru hins vegar byrjaðar að heyrast gagnrýnisraddir og ásakanir um að þættirnir hvetji jafnvel til eineltis. Dagný Kristjánsdóttir prófessor hefur skrifað um þættina og gagnrýnt þá harðlega. Hún segir neikvæða mynd af börnum lagða til grundvallar sögunni og sakleysi þeirra spillt með sykri og nautnasýki þrátt fyrir að boðskapurinn sé ekki neikvæður eða ofbeldisfullur.

Innlent
Fréttamynd

5,9 prósenta atvinnuleysi innan OECD

Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sanyo innkallar farsímarafhlöður

Japanski hátækniframleiðandinn Sanyo hefur innkallað 1,3 milljónir rafhlaða fyrir farsíma undir merkjum Sanyo en óttast er að þær geti ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað geti í þeim. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði talsvert í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægra síðan árið 1975.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Arababandalagið reynir að miðla málum

Arababandalagið ætlar að reyna að miðla málum í þeirri stjórnarkreppu sem við blasir í Líbanon. Mörg hundruð þúsund manns komu saman í höfuðborginni Beirút í gær og kröfuðst þess að Fouad Saniora, forsætisráðherra landsins, afsalaði völdum að hluta til stjórnarandstöðunnar eða segði af sér. Liðsmenn Hizbollah og stuðningsmenn Sýrlendinga fóru fyrir mótmælendum. Talið er að svo fjölmenn mótmæli hafi ekki verið haldin fyrr í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

3 börn Fatah-liða myrt í morgun

Byssumenn myrtu í morgun þrjú börn yfirmanns í leyniþjónustu Palestínumanna. Skotið var á þau fyrir utan skóla þeirra í Gaza-borg. Faðir barnanna, Baha Balousheh er sagður tengjast Fatha-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og mun hafa leitt aðför gegn Hamas-hreyfingunni fyrir áratug. Tvö börn til viðbótar særðust í árásinni og einn vegfarandi féll. Stuðningsmenn Fatah hafa hótað hefndum.

Erlent
Fréttamynd

Öflug sprenging í Tyrklandi

Hluti fimm hæða byggingar í borginni Diyarbakir í Suður-Tyrklandi hrundi í öflugri sprengingu í morgun. Fjölskyldur trykneskra hermanna búa þar. Svo virðist sem miðstöðvarketill í byggingunni hafi sprungið. Vitað er að minnst tveir særðust í sprengingunni en óvíst hvort einhverjir týndu lífi. Björgunarmenn eru komnir á vettvang og leita fólks í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður hefjast á ný

Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna hefjast að nýju 18. þessa mánaðar að sögn kínverskra fulltrúa. Fundað verður í Peking. Viðræðurnar sigldu í strand fyrir ári síðan þegar fulltrúar stjórnvalda í Pyongjang gengu frá samningaborðinu vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna.

Erlent
Fréttamynd

54 týnt lífi í 3 eldsvoðum í Rússlandi

Eldar kviknuðu í tveimur heilbrigðisstofnunum í Rússlandi í nótt. 9 týndu lífi á geðsjúkrahúsi í Síberíu en öllum var bjargað frá bráðum bana af sams konar sjúkrahúsi norðvestur af Moskvu. 54 hafa því týnt lífi í eldum á sjúkrahúsum í Rússlandi um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Veikir útlendingar kosta

Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabaráttan hafin

Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Yunus tekur við friðarverðlaunum Nóbels

Bangladessbúinn Mohammad Yunus veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló í Noregi í dag. Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði deila með sér verðlaununum í ár.

Erlent
Fréttamynd

Vísar á rússnesk yfirvöld

Marina Litvinenko, eiginkona KGB njósnarans Alexanders Litvinenko, segir margt benda til þess að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á dauða hans. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirka efninu polon 210 í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Bátar, flugvélar, bílar og trampolín af stað í óveðri

Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki. Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt

Innlent
Fréttamynd

Óvænt heimsókn í 13. sinn

Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór í óvænta heimsókn til Íraks í gær. Þetta var í 13. sinn sem hann heimsótti bandaríska hermenn þar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta næturgeimskot í 4 ár

Næturhiminn á Flórída í Bandaríkjunum lýstist upp í nótt þegar geimflauginni Discovery var skotið á loft frá Canaveral höfða. Þetta var í fyrsta sinn í fjögur ár sem geimflaug var skotið á loft að nóttu til.

Erlent
Fréttamynd

8 týndu lífi í bruna í Síberíu

Að minnsta kosti 8 týndu lífi og 6 brenndust illa þegar eldur kviknaði á geðsjúkrahúsi í Síberíu í Rússlandi í gærkvöldi. Rúmlega 200 manns voru í byggingunni þegar eldurinn kviknaði.

Erlent
Fréttamynd

Líkamsræktarstyrkir skattskyldir

Líkamsræktarstyrkir vinnuveitenda og stéttarfélaga eru skattskyld hlunnindi og breyting á því yrði frávik frá meginreglum tekjuskattslaga. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við skriflegum fyrirspurnum Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins, um styrki til íþróttaiðkunar og heilsuræktar. Björn Ingi spyr í pistli á heimasíðu sinni í dag hvort ekki sé kominn tími til fyrir stjórnvöld að viðurkenna forvarnargildi hollrar hreyfingar og verðlauna þá með einhverjum hætti sem hugsa vel um heilsuna og spara þannig heilbrigðiskerfinu umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstruflanir í Kjós og Hvalfirði í nótt

Rafmagnstruflanir voru í nótt í Hvalfirði og Kjós. Stór hluti Kjósar var straumlaus til klukkan fimm í morgun og voru síðustu notendur ekki komnir með rafmagn fyrr en klukkan átta. Rafmagn komst á Hvalfjörðinn klukkan hálftvö í nótt. Ástæða bilunarinnar í Kjós var að staurar brotnuðu vegna ísingar við Grjóteyri og Miðdal.

Innlent
Fréttamynd

Undirbýr stofnun nýs dagblaðs

Sigurjón M. Egilsson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Blaðsins og hefur óskað eftir að fá að hætta strax um áramót. Sigurjón sagði, í samtali við fréttastofu, að hann væri að undirbúa stofnun nýs dagblaðs, en vildi ekki greina frá því hverjir útgefendur þess yrðu.

Innlent
Fréttamynd

Gengu gegn ofbeldi

16 ungir karlmenn gengu niður Laugaveginn í dag til að hvetja karlmenn til að taka afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Einhverjum var misboðið vegna þessa framferðis og kallaði til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Reykdalsvirkjun endurreist

Í dag var hundrað ára afmælis Reykdalssvirkjunar minnst í Hafnarfirði. Virkjunin er með þeim fyrstu sem reist var hér á landi. Það var athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal sem reisti virkjun á þessum stað fyrir rétt liðlega hundað árum.

Innlent
Fréttamynd

Málaferlin kostuðu 8 milljónir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir málaferlin gegn sér í Bretlandi hafa kostað sig 8 milljónir. Hann fagnar því að dómurinn frá í fyrra hafi verið ógildur og vonar að nú sé málinu lokið.

Innlent
Fréttamynd

Alnæmissamtökin styrkt

Það hljóp á snærið hjá Alnæmissamtökunum á Íslandi nú síðdegis þegar Alnæmissjóður MAC afhenti samtökunum fimmhundruð þúsund króna styrk við hátíðlega athöfn í snyrtivörubás MAC í Debenhams Smáralindinni. Hver króna af seldum viva glam varalit rennur í sjóðinn. Styrkurinn kemur sér ákaflega vel að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en hann verður nýttur í fræðslu og forvarnarverkefni. Til samanburðar má geta þess að fjárveitingar ríkisins til samtakanna á síðasta ári námu tveimur og hálfri milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

6,6% íslenskra barna býr við fátækt

Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk reyndi ekki að bjarga konunum

Talið er að kveikt hafi verið í sjúkrahúsi í Moskvu, höfuðborg Rússlands, þar sem fjörtíu og fimm konur létust í nótt. Slökkvilið borgarinnar deilir á starfsfólk fyrir að reyna ekki að koma fólkinu út. Þetta er mannskæðasti bruni í borginni í þrjú ár. Eldurinn braust út á fíkniefnadeild spítalans snemma í morgun og dóu konurnar fjörtíu og fimm úr reykeitrun þar sem eina færa útgönguleiðin var við læst hlið spítalans.

Erlent
Fréttamynd

Síðasti þingfundur fyrir jólafrí

Alþingi kom saman til síðasta fundar síns fyrir jólaleyfi klukkan hálf tíu í morgun. Fyrir fundinum liggja þrjátíu mál. Búast má við að nokkur þeirra verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag.

Innlent