Viðskipti innlent

Landsbankinn gefur út út 18 milljarða skuldabréf

Landsbankinn.
Landsbankinn.

Landsbankinn hefur lokið við skuldabréfaútgáfu í Kanada fyrir 300 milljónir kanadíska dala eða 18 milljarða íslenskra króna. Útgáfan er á gjalddaga í janúar 2010.

Yfirumsjón með lántökunni var á höndum alþjóðlega bankans HSBC en aðrir umsjónaraðilar voru CIBC og National Bank of Canada. Ávöxtunarkrafa bréfanna er 4.40% og miðast við álag á kanadísk ríkisskuldabréf.

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að lántakan fylgi í kjölfar fjárfestakynninga Landsbankans í Kanada og er hún gefin út sem hluti af reglulegri fjármögnun bankans undir EMTN-ramma bankans. Þetta er jafnframt fyrsta skuldabréfaútgáfa Landsbankans til kanadískra fjárfesta.

Þá segir ennfremur að skuldabréfaútgáfan sé hluti af stefnu bankans um að fjölga stoðum í erlendri fjármögnun og bæta landfræðilega dreifingu samhliða því að ná til breiðari hóps erlendra fjárfesta. Lántakan staðfestir jafnframt gott aðgengi Landsbankans að fjármálamörkuðum og ber vott um það traust sem kanadískir fjárfestar hafa á bankanum og langtímastefnu hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×