Erlent

Yunus tekur við friðarverðlaunum Nóbels

Mohammad Yunus (til hægri) og Mosammat Taslima Begum, fulltrúi Grameen smálána-bankans, veittu verðlaununum viðtöku í Osló í dag.
Mohammad Yunus (til hægri) og Mosammat Taslima Begum, fulltrúi Grameen smálána-bankans, veittu verðlaununum viðtöku í Osló í dag. MYND/AP

Bangladessbúinn Mohammad Yunus veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló í Noregi í dag. Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði deila með sér verðlaununum í ár.

Yunus og Grameen-bankinn fengu verðlaunin fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Yunus fæddist árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði í Bandaríkjunum árið 1969. Hugmyndin að bankanum kviknaði nokkrum árum síðar þegar hann fékk endurgreidda 27 dollara sem hann lánaði nokkrum iðnaðarmönnum.

Það var mat nóbelsnefndarinnar að Yunus, sem gengur undir nafninu bankastjóri þeirra fátæku, hafi með hugmyndum sínum og framtaki hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í heimalandi sínu Bangladess, heldur víðar. Bankinn hefði veitt smálán til fátæka og hafa rúmlega sex og hálf milljón manna fengið fé að láni hjá baknaum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×