Erlent

Óvænt heimsókn í 13. sinn

Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt bandarískum hermönnum í Anbar-héraði í Írak í gær.
Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt bandarískum hermönnum í Anbar-héraði í Írak í gær. MYND/AP

Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór í óvænta heimsókn til Íraks í gær. Þetta var í 13. sinn sem hann heimsótti bandaríska hermenn þar.

Á föstudaginn kvaddi hann starfsmenn í varnarmálaráðuneytinu Bandaríska. Arftaki Rumsfelds, Robert Gates, tekur þó ekki við embætti fyrr en eftir rétt rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×