Fréttir

Fréttamynd

Lentu í deilum við konu á Hebron

Íslenskur karlmaður um tvítugt var færður til yfirheyrslu hjá ísrelsku lögreglunni í Hebron á Vesturbakkanum í fyrradag. Ísraelsk kona sem þau lentu í útistöðu við hafði þá kært danska vinkonu hans fyrir líkamsárás. Atvikið náðist allt á myndband.

Erlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt

Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi til ellefta maí yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á nærri fjórum kílóum af kókaíni. Mennirnir hafa verið í haldi síðan áttunda febrúar. Fíkniefnin voru falin í bifreið sem flutt var frá Þýskalandi en tollgæsla fann þau áður en þeirra var vitjað og skipti þeim út fyrir gerviefni.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg ítrekar framburð sinn

Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún ítrekar að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sagt henni að ýmsir aðilar hafi þrýst á sig að taka að sér mál Jóns Geralds. Jón Steinar hafði í gær sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði fullyrðingar Ingibjargar við yfirheyrslu í Hæstarétti ekki sannar.

Innlent
Fréttamynd

Handtóku 171 í aðgerðum gegn mafíunni

Ítalska lögreglan handtók í dag vel á annað hundrað manns í aðgerðum gegn mafíunni í Napólí. Heilu fjölskyldurnar voru þá sendar í steininn en alls var um 171 manns að ræða. Þúsund lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Eiturlyfjahringur var leystur upp og afhjúpuð ýmis glæpastarfsemi sem mun að sögn lögreglu hafa skilað jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna króna í tekjur á mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir að skafa ekki bílrúðu

Lögregla stöðvaði ökumann í dag vegna þess að hann hirti ekki um að skafa af bílrúðunum. Útsýni mannsins var mjög takmarkað og setti hann sjálfan sig og aðra í hættu, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var sektaður um fimm þúsund krónur samkvæmt reglugerð um hélaðar rúður á ökutækjum. Þrjátíu og eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Laganemar aðstoða innflytjendur

Innflytjendur fá ókeypis lögfræðiþjónustu hjá laganemum Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Þjónustan fer fram á efstu hæð Alþjóðahússins við Hverfisgötu. Að henni munu starfa laganemar á þriðja til fimmta námsári. Markmiðið er að veita aðstoð á hvaða réttarsviði sem er.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan stöðvaði líkfylgd

Lögregla í Hollandi hefur verið gagnrýnd fyrir að stöðva líkfylgd til að taka öndunarpróf af ökumönnum. Syrgjendurnir voru nýlagðir af stað frá kirkju í Enschede á leið til kirkjugarðsins Usselo. Lögreglan leyfði líkbílnum og fjórum næstu bílum að halda ferðinni áfram. Tíu bifreiðum fjölskyldumeðlima og vina var hins vegar vikið til hliðar.

Erlent
Fréttamynd

Nokkuð um minniháttar slys í gær

Þrjár konur á níræðisaldri voru fluttar undir læknishendur í Reykjavík í gær. Tvær þeirra duttu í hálku og voru fluttar á slysadeild. Sú þriðja datt í Kringlunni. Þá skarst maður á tíræðisaldri á höfði þegar hann féll í Austurveri og þurfti læknisaðstoð. Fimm ára drengur rann á tré á skíðum í Fossvogi í gær. Hann var með hjálm en fékk stóra kúlu á ennið.

Innlent
Fréttamynd

Varðskip á leið til bjargar fiskiskipi

Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið suður fyrir Reykjanessskaga til að draga vélarvana fiskiskip í land. Gæslunni var tilkynnt um skipið út af Reykjanesi á þriðja tímanum í dag. Skipið er 70 tonna snurvoðabátur með fimm manna áhöfn. Það bilaði upp úr hádegi og liggur fyrir akkerum stutt frá landi.

Innlent
Fréttamynd

Nýbyggingum fjölgar í Bandaríkjunum

Byggingu nýrra fasteigna fjölgaði um níu prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýlegum upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta er langtum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og þykir auka líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum

Kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur og er skilorðsbundinn til fimm ára. Ákæra gegn karlmanni sem lést 11. þessa mánaðar var felld niður.

Innlent
Fréttamynd

Kinnbeinin orsökuðu hrakfarir

Kínverskur maður lét minnnka kinnbeinin í lýtaaðgerð til að eiginkonan myndi lifa lengur. Spákonur sögðu Lang Qiang að konan myndi deyja á undan honum, vegna kinnbeinanna. Lang var sannfærður um að það væri rétt þar sem konan var einstaklega óheppin, en hann ekki.

Erlent
Fréttamynd

Kaupþing flaggar í Storebrand

Kaupþing jók við hlut sinn í norska trygginga- og fjármálafyrirtækinu Storebrand í morgun og er nú komið með 10,4 prósent hlutabréfa í félaginu. Bankinn fékk heimild hjá norskum yfirvöldum í morgun til að kaupa allt að 20 prósenta hlut í Storebrand.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjólbarðar í hættu á Akureyri

Oddhvass mulningur, sem borinn er á götur Akureyrar í hálku, getur stórskemmt dekk bifreiða. Þetta segir hjólbarðasali en bærinn kemur af fjöllum. Um er að ræða gróft efni með skarpri egg og er hjólbarðasölunum hjá Heldi nóg boðið vegna dreifingar á götum. Þeir hafa séð mörg dæmi um að efnið skemmi dekk þegar ekið er yfir.

Innlent
Fréttamynd

Semja þurfi um frestun stækkunar álvers

Formaður Samfylkingar tekur undir með bæjarstjóranum í Hafnarfirði um að semja þurfi við Alcan og orkufyrirtæki um frestun á stækkun álversins í Straumsvík, samþykki Hafnfirðingar stækkunina í lok mánaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Samherji kaupir Engey

Samherji á Akureyri hefur keypt Engey, flaggskip íslenska fiskiskipaflotans af Granda, en Grandi ætlaði að gera skipið út við Afríkustrendur. Engey er umþaðbil fjórum sinnum stærri en meðal stór frystitogari. Hún kom til hafnar í Færeyjum úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Granda, þegar gengið var frá kaupunum upp á hátt í þrá milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Fiskverð upp úr öllu valdi

Fiskverð fór upp úr öllu valdi á innlendum fiskmörkuðum í síðustu viku og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verð á leigukvóta hefur líka náð sögulegum hæðum. Verð fyrir kílóið af nýveiddum fiski upp úr bát var að meðaltali tæpar 193 krónur fyrir allar tegundir og stærðir.

Innlent
Fréttamynd

Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu

Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir.

Innlent
Fréttamynd

Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi

Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 5,3 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,6 prósent í apríl. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,3 prósent í mánuðinum. Til samanburðar mældist 5,9 prósenta verðbólga í þessum mánuði. Greiningardeildin spáir því að verðbólga lækki fram á sumar en telur óvíst að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma

Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupþing fær að auka hlut sinn í Storebrand

Kaupþing fékk í morgun heimild norska yfirvalda til að fara með 20 prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand. Bankinn á fyrir tæpan tíu prósenta hlut en norsk lög banna erlendum aðilum að eiga meira en það í norsku fjármála- og tryggingafélagi án sérstakrar heimildar. Gengi bréfa í Storebrand hækkaði um 7,5 prósent í kjölfar þess að Kaupþingi var veitt heimild til að auka við hlut sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland næst frjósamast

Fjölgun er milli ára á fæðingum á Íslandi og er hlutfallið 51 prósent drengir og 49 prósent stúlkur. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að frjósemi kvenna í Evrópu. Hins vegar fæðast fleiri börn utan hjónabands hérlendis en í nokkru öðru Evrópuríki. Fæðingaraldur hækkar jafnt og þétt og er nú 25-29 ára en var 20-24 ára fram til 1980. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um fæðingar á Íslandi 2006.

Innlent
Fréttamynd

Engeyin ekki seld úr landi

HB Grandi hefur fallið frá því að selja Engey RE-1, stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans, til Atlantic Pelagic og gera það út við strendur Afríku. Í stað þess hefur verið samið við Samherja hf um sölu á skipinu. Söluverð nemur 31,4 milljónum evra, jafnvirði rúmra 2,8 milljarða króna. Bókfærður hagnaður af sölunni er í kringum 700 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harma frávísun á íslensku táknmáli

Félag heyrnarlausra harmar að frumvarp um viðurkenningu á íslensku táknmáli hafi ekki náð fram að ganga fyrir þinglok. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að það hafi slæm áhrif á heyrnarlausa í samfélaginu. Barist hafi verið fyrir réttindum þeirra í áratugi. Þá segir að félagið muni ekki gefast upp í réttindabaráttunni og vonist eftir stuðningi á þinginu í haust.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í síðasta mánuði en það var önnur stýrivaxtahækkunin í Japan í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Málfrelsi nemenda í hættu í Bandaríkjunum

Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú fyrir sér málfrelsi í nemenda í skólum í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár sem slíkt mál kemur fyrir dómstólinn. Dæmt verður um hvort að skólastjóri hafi brotið á málfrelsi nemanda þegar að hún rak nemandann úr skólanum fyrir að sýna borða sem á stóð „Reykjum gras fyrir Jesús.“ (e. Bong hits 4 Jesus).

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að refsa Lampard

Ósáttur aðdáandi hljóp út á völlinn eftir að leik Chelsea og Tottenham lauk í kvöld og reyndi að gefa Frank Lampard, leikmanni Chelsea, einn á lúðurinn. Lampard var að fagna með liðsfélögunum sínum þegar maðurinn kom hlaupandi með hnefann á lofti og rétt náði að bregða sér undan hægrihandarsveiflu hins reiða áhanganda Tottenham. Öryggisverðir brugðust snögglega við og yfirbuguðu manninn á örskotsstundu.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu hald á 19,4 tonn af kókaíni

Eiturlyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur í samstarfi við lögregluna í Panama lagt hald á 19,4 tonn af kókaíni. Kókaínið fannst um borð í skipi á Kyrrahafi um helgina og talið er að aldrei hafi meira magn eiturlyfja verið gert upptækt á hafi úti. Lögreglan í Panama skýrði frá þessu í kvöld. Skipið er flutningaskip og er skráð í Panama. 14 voru handteknir í tengslum við málið.

Erlent