Innlent

Nokkuð um minniháttar slys í gær

Þrjár konur á níræðisaldri voru fluttar undir læknishendur í Reykjavík í gær. Tvær þeirra duttu í hálku og voru fluttar á slysadeild. Sú þriðja datt í Kringlunni. Þá skarst maður á tíræðisaldri á höfði þegar hann féll í Austurveri og þurfti læknisaðstoð.

Fimm ára drengur rann á tré á skíðum í Fossvogi í gær. Hann var með hjálm en fékk stóra kúlu á ennið. Í Bláfjöllum var töluverður erill, en þrír ungir skíðamenn voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir byltu í brekkunum.

Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Karlmaður á sextugsaldri slasaðist við vinnu í Hafnarfirði þegar hann fjarlægði fjaðrir úr sanddreifara. Flís skaust úr slaghamri vélarinnar og hafnaði í manninum. Annar maður féll niður nokkra metra þar sem hann vann við losun steypumóta í Kópavogi. Hann lenti á bakinu. Ekki er vitað um meiðsl hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×