Ísland næst frjósamast 20. mars 2007 09:48 MYND/Getty Images Fjölgun er milli ára á fæðingum á Íslandi og er hlutfallið 51 prósent drengir og 49 prósent stúlkur. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að frjósemi kvenna í Evrópu. Hins vegar fæðast fleiri börn utan hjónabands hérlendis en í nokkru öðru Evrópuríki. Fæðingaraldur hækkar jafnt og þétt og er nú 25-29 ára en var 20-24 ára fram til 1980. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um fæðingar á Íslandi 2006. Á síðasta ári fæddust 4.415 börn á Íslandi. Rúmlega 51 prósent voru drengir, en stúlkur tæp 49 prósent. Þetta er fjölgun frá árinu áður þegar 4.280 börn fæddust hér. Dregið hefur úr frjósemi í öllum Evrópulöndum. Hérlendis hefur frjósemi verið fremur stöðug síðasta áratug, um 2 börn á konu. Nú er Ísland í öðru sæti með 2,07 börn miðað við 2,05 árið 2005. Þá er átt við fjölda lifandi fæddra barna á hverja konu. Einungis eitt Evrópuland er með meiri frjósemi en Ísland,Tyrkland var með frjósemi 2,2 en frjósemi hérlendis má einkum rekja til aðkomufólks. Frjósemi mælist nú minnst í Austur-Evrópulöndum, en þar er frjósemi á bilinu 1,2 - 1,3. Athygli vekur að frjósemi á Norðurlöndum er há miðað við önnur Evrópulönd og er lækkunin mun hægari en í öðrum löndum Evrópu. Fyrir utan Ísland er frjósemi á Norðurlöndunum 1,8. Sífellt sjaldgæfara er að konur eigi börn áður en þær ná 25 ára aldri. Á sjöunda og áttunda áratugnum var meðalaldur frumbyrja tæplega 22 ár, en er nú 26,4 ár. Algengasti fæðingaraldurinn er nú frá 25-29 ára. Unglingamæðrum hefur fækkað jafnt og þétt. Fæðingartíðni hér á landi var lengi afar há meðal kvenna undir tvítugu og er nú aðeins 1,4 prósent miðað við 8,4 prósent á sjöunda áratugnum. Fleiri börn fæðast utan hjónabands á íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki. Aðeins þriðjungur fæðist í hjónabandi, rúm 34 prósent. Hins vegar hefur hlutfall barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar haldist stöðugt og er nú rúm 51 prósent. Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Fjölgun er milli ára á fæðingum á Íslandi og er hlutfallið 51 prósent drengir og 49 prósent stúlkur. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að frjósemi kvenna í Evrópu. Hins vegar fæðast fleiri börn utan hjónabands hérlendis en í nokkru öðru Evrópuríki. Fæðingaraldur hækkar jafnt og þétt og er nú 25-29 ára en var 20-24 ára fram til 1980. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um fæðingar á Íslandi 2006. Á síðasta ári fæddust 4.415 börn á Íslandi. Rúmlega 51 prósent voru drengir, en stúlkur tæp 49 prósent. Þetta er fjölgun frá árinu áður þegar 4.280 börn fæddust hér. Dregið hefur úr frjósemi í öllum Evrópulöndum. Hérlendis hefur frjósemi verið fremur stöðug síðasta áratug, um 2 börn á konu. Nú er Ísland í öðru sæti með 2,07 börn miðað við 2,05 árið 2005. Þá er átt við fjölda lifandi fæddra barna á hverja konu. Einungis eitt Evrópuland er með meiri frjósemi en Ísland,Tyrkland var með frjósemi 2,2 en frjósemi hérlendis má einkum rekja til aðkomufólks. Frjósemi mælist nú minnst í Austur-Evrópulöndum, en þar er frjósemi á bilinu 1,2 - 1,3. Athygli vekur að frjósemi á Norðurlöndum er há miðað við önnur Evrópulönd og er lækkunin mun hægari en í öðrum löndum Evrópu. Fyrir utan Ísland er frjósemi á Norðurlöndunum 1,8. Sífellt sjaldgæfara er að konur eigi börn áður en þær ná 25 ára aldri. Á sjöunda og áttunda áratugnum var meðalaldur frumbyrja tæplega 22 ár, en er nú 26,4 ár. Algengasti fæðingaraldurinn er nú frá 25-29 ára. Unglingamæðrum hefur fækkað jafnt og þétt. Fæðingartíðni hér á landi var lengi afar há meðal kvenna undir tvítugu og er nú aðeins 1,4 prósent miðað við 8,4 prósent á sjöunda áratugnum. Fleiri börn fæðast utan hjónabands á íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki. Aðeins þriðjungur fæðist í hjónabandi, rúm 34 prósent. Hins vegar hefur hlutfall barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar haldist stöðugt og er nú rúm 51 prósent.
Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira