Viðskipti erlent

Nýbyggingum fjölgar í Bandaríkjunum

Byggingu nýrra fasteigna fjölgaði um níu prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýlegum upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta er langtum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og þykir auka líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Fréttastofa Reuters hefur eftir greinanda hjá Wachovia-bankanum, fjórða stærsta banka Bandaríkjanna, að þetta séu góðar fréttir og slái á áhyggjur manna eftir að fréttir um aukin vanskil á sérstökum fasteignalánamarkaði vestanhafs í síðustu viku hafi leitt til falls á helstu fjármálamörkuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×