Fréttir Óvænt endurkoma og stutt stopp Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Innlent 13.5.2007 18:19 Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig úr baráttunni í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 13.5.2007 12:39 Spá lægri verðbólgu í Bretlandi Gert er ráð fyrir því að verðbólga lækki um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Bretlandi í þessum mánuði. Gangi það eftir fer verðbólga úr 3,1 prósenti í 2,8 prósent. Hagstofa Bretlands birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni. Viðskipti erlent 13.5.2007 01:03 Skilaboð frá Bandaríkjunum Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Erlent 12.5.2007 19:21 Mátti dúsa í dýflissu Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn. Erlent 12.5.2007 19:20 Danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum Á kjördegi Íslendinga standa danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum. Fækkað hefur í meirihluta forsætisráðherrans eftir að þingmenn hafa gengið til liðs við nýjan flokk. Haldi óróinn áfram gæti þurft að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Erlent 12.5.2007 19:18 Barist í Karachi Vel á þriðja tug manna hafa fallið í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningamanna ríkisstjórnarinnar í Karachi í Pakistan í dag. Upp úr sauð skömmu eftir að umdeildur dómari kom til borgarinnar til að funda með andstæðingum Musharrafs forseta. Dómaranum var vikið tímabundið úr starfi í vikunni og vakti það miklar reiði. Erlent 12.5.2007 19:04 Risessan farin til Frakklands Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu. Innlent 12.5.2007 18:57 Hagnaður Baugs dregist saman Hagnaður Baugs dróst saman um tvo þriðju í fyrra miðað við árið á undan að því er breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá í morgun. Þar er vitnað til gagna sem það hefur undir höndum sem afhent voru fulltrúum fyrirtækisins Blueheat sem er að yfirtaka matvælaþjónustuna Booker sem Baugur á stóran hlut í. Erlent 12.5.2007 12:23 Kæra í Suðurkjördæmi Samfylkinginn í Suðurkjördæmi undirbýr nú kæru vegna starfa fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Innlent 12.5.2007 12:21 Sögulegt samkomulag Rússar, Túrkmenar og Kasakar hafa náð sögulegu samkomulagi um lagningu nýrrar gasleiðslu meðfram strönd landanna við Kaspíahaf. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, greindi frá þessu á fundi leiðtoga Mið-Asíuríkja í Túrkmenistan í morgun. Erlent 12.5.2007 10:00 Simbabve stjórnar sjálfbærri þróun fyrir SÞ Afríkuríkið Simbabve var í gær valið til formennsku í nefnd Sameinuðu þjóðanna um málefni sjálfbærrar þróunar. Álfur heims skiptast á að fara fyrir nefndinni og var komið að Afríku. Erlent 12.5.2007 09:55 Gíslatöku lauk án blóðbaðs Umsátri við sendiráð Rússa í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka, lauk í nótt þegar tvítugur maður frá Kirgistan, sem hafi tekið annan mann í gíslingu þar, gaf sig fram við lögreglu. Erlent 12.5.2007 09:50 Sprengjuárás í tyrkneskum hafnarbæ 15 særðust, þar af 2 lífshættulega, þegar sprengja sprakk á fjölförnu markaðstorgi í hafnarbænum Izmír, þriðju stærstu borg Tyrklands, í morgun. Mótmælafundur stjórnarandstæðinga er fyrirhugaður þar á morgun. Mikil spenna er í Tyrklandi vegna deilan um val á forseta. Kosið er til tyrkneska þingsins í júlí. Erlent 12.5.2007 09:42 Yukos heyrir sögunni til Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölunni lauk fyrirtækjasögu Yukos, sem lýst var gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:25 Thomson selur eignir Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:02 Mátti dúsa í dýflissu Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn. Erlent 11.5.2007 16:52 Brown vill leiða ríkisstjórn Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Erlent 11.5.2007 16:44 Jónas áfram formaður Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Innlent 11.5.2007 18:14 Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði. Viðskipti innlent 11.5.2007 14:42 Villtist á leið að vændishúsi Lögreglan á Spáni stöðvaði á dögunum fjölfatlaðan mann sem var á leið í hjólastól sínum til vændishúss í næsta nágrenni. Maðurinn var einn á ferð og hafði villst á leiðinni og var kominn út á hraðbraut. Erlent 11.5.2007 12:24 Dótturfélag Eimskips semur við Neslé Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna. Viðskipti innlent 11.5.2007 12:48 Hola í veginum Það verður varasamt af aka um hraðbrautina í Harris-sýslu í Indiana í Bandaríkjunum næstu daga en gríðarstór hola hefur opnast þar á miðjum veginum. Yfirvöld segja þetta einsdæmi þar. Erlent 11.5.2007 12:22 Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 11.5.2007 11:39 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 11.5.2007 11:15 Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Viðskipti erlent 11.5.2007 09:22 Verðbólga mælist 4,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent. Viðskipti innlent 11.5.2007 08:56 Slegist á sinfóníutónleikum Gestir á sinfóníuhljómleikum í tónleikahöllinni í Boston í Bandaríkjunum í gær fengu meira fyrir peninginn þegar til handalögmála kom milli tveggja áhorfenda. Erlent 10.5.2007 19:30 Tony Blair hættir í júní Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli. Erlent 10.5.2007 18:19 Talsverður viðsnúningur hjá 365 365 hf tapaði 35 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði tapi upp á 441 milljónir króna af sambærilegri starfsemi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. Viðskipti innlent 10.5.2007 16:39 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 334 ›
Óvænt endurkoma og stutt stopp Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Innlent 13.5.2007 18:19
Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig úr baráttunni í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 13.5.2007 12:39
Spá lægri verðbólgu í Bretlandi Gert er ráð fyrir því að verðbólga lækki um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Bretlandi í þessum mánuði. Gangi það eftir fer verðbólga úr 3,1 prósenti í 2,8 prósent. Hagstofa Bretlands birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni. Viðskipti erlent 13.5.2007 01:03
Skilaboð frá Bandaríkjunum Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Erlent 12.5.2007 19:21
Mátti dúsa í dýflissu Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn. Erlent 12.5.2007 19:20
Danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum Á kjördegi Íslendinga standa danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum. Fækkað hefur í meirihluta forsætisráðherrans eftir að þingmenn hafa gengið til liðs við nýjan flokk. Haldi óróinn áfram gæti þurft að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Erlent 12.5.2007 19:18
Barist í Karachi Vel á þriðja tug manna hafa fallið í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningamanna ríkisstjórnarinnar í Karachi í Pakistan í dag. Upp úr sauð skömmu eftir að umdeildur dómari kom til borgarinnar til að funda með andstæðingum Musharrafs forseta. Dómaranum var vikið tímabundið úr starfi í vikunni og vakti það miklar reiði. Erlent 12.5.2007 19:04
Risessan farin til Frakklands Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu. Innlent 12.5.2007 18:57
Hagnaður Baugs dregist saman Hagnaður Baugs dróst saman um tvo þriðju í fyrra miðað við árið á undan að því er breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá í morgun. Þar er vitnað til gagna sem það hefur undir höndum sem afhent voru fulltrúum fyrirtækisins Blueheat sem er að yfirtaka matvælaþjónustuna Booker sem Baugur á stóran hlut í. Erlent 12.5.2007 12:23
Kæra í Suðurkjördæmi Samfylkinginn í Suðurkjördæmi undirbýr nú kæru vegna starfa fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Innlent 12.5.2007 12:21
Sögulegt samkomulag Rússar, Túrkmenar og Kasakar hafa náð sögulegu samkomulagi um lagningu nýrrar gasleiðslu meðfram strönd landanna við Kaspíahaf. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, greindi frá þessu á fundi leiðtoga Mið-Asíuríkja í Túrkmenistan í morgun. Erlent 12.5.2007 10:00
Simbabve stjórnar sjálfbærri þróun fyrir SÞ Afríkuríkið Simbabve var í gær valið til formennsku í nefnd Sameinuðu þjóðanna um málefni sjálfbærrar þróunar. Álfur heims skiptast á að fara fyrir nefndinni og var komið að Afríku. Erlent 12.5.2007 09:55
Gíslatöku lauk án blóðbaðs Umsátri við sendiráð Rússa í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka, lauk í nótt þegar tvítugur maður frá Kirgistan, sem hafi tekið annan mann í gíslingu þar, gaf sig fram við lögreglu. Erlent 12.5.2007 09:50
Sprengjuárás í tyrkneskum hafnarbæ 15 særðust, þar af 2 lífshættulega, þegar sprengja sprakk á fjölförnu markaðstorgi í hafnarbænum Izmír, þriðju stærstu borg Tyrklands, í morgun. Mótmælafundur stjórnarandstæðinga er fyrirhugaður þar á morgun. Mikil spenna er í Tyrklandi vegna deilan um val á forseta. Kosið er til tyrkneska þingsins í júlí. Erlent 12.5.2007 09:42
Yukos heyrir sögunni til Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölunni lauk fyrirtækjasögu Yukos, sem lýst var gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:25
Thomson selur eignir Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:02
Mátti dúsa í dýflissu Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn. Erlent 11.5.2007 16:52
Brown vill leiða ríkisstjórn Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Erlent 11.5.2007 16:44
Jónas áfram formaður Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Innlent 11.5.2007 18:14
Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði. Viðskipti innlent 11.5.2007 14:42
Villtist á leið að vændishúsi Lögreglan á Spáni stöðvaði á dögunum fjölfatlaðan mann sem var á leið í hjólastól sínum til vændishúss í næsta nágrenni. Maðurinn var einn á ferð og hafði villst á leiðinni og var kominn út á hraðbraut. Erlent 11.5.2007 12:24
Dótturfélag Eimskips semur við Neslé Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna. Viðskipti innlent 11.5.2007 12:48
Hola í veginum Það verður varasamt af aka um hraðbrautina í Harris-sýslu í Indiana í Bandaríkjunum næstu daga en gríðarstór hola hefur opnast þar á miðjum veginum. Yfirvöld segja þetta einsdæmi þar. Erlent 11.5.2007 12:22
Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 11.5.2007 11:39
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 11.5.2007 11:15
Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Viðskipti erlent 11.5.2007 09:22
Verðbólga mælist 4,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent. Viðskipti innlent 11.5.2007 08:56
Slegist á sinfóníutónleikum Gestir á sinfóníuhljómleikum í tónleikahöllinni í Boston í Bandaríkjunum í gær fengu meira fyrir peninginn þegar til handalögmála kom milli tveggja áhorfenda. Erlent 10.5.2007 19:30
Tony Blair hættir í júní Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli. Erlent 10.5.2007 18:19
Talsverður viðsnúningur hjá 365 365 hf tapaði 35 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði tapi upp á 441 milljónir króna af sambærilegri starfsemi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. Viðskipti innlent 10.5.2007 16:39