Viðskipti innlent

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða

Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi.

Greininardeildins bendir á að verðbólga, sem mælist 4,7 prósent, sé enn langt umfram 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans og bendi tölur um vísitölu neysluverðs að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé enn mikill.

Deildin telur að Seðlabankinn hefji að lækka vexti á þriðja ársfjórðungi, í júlí eða september, og verði stýrivextir komnir í 13 prósent við árslok. Þó séu vísbendingar uppi um að lækkanaferlið hefjist ekki fyrr en í september eða júlí, að sögn greiningardeildar Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×