Varðskipið Þór til taks við Grímsey Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn. 11.9.2022 14:16
Sókn Úkraínumanna gangi vonum framar Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst. 11.9.2022 13:49
Sigurður valinn besti kökugerðarmaður í heimi Sigurður Már Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi var valinn kökugerðarmaður ársins á heimsþingi bakara og kökugerðarmanna í gær. Titillinn er með æðstu viðurkenningum sem kökugerðarmönnum getur hlotnast í heiminum. 11.9.2022 12:58
Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11.9.2022 12:57
Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11.9.2022 09:28
Tuttugu létust í rútuslysi í Nígeríu Að minnsta kosti tuttugu létust í rútuslysi í suðvestur Nígeríu í gær. Yfirvöld segja að slysið megi rekja til hraðaksturs. 10.9.2022 14:43
Lýsa yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki Ríkisstjórinn í New York í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hættu á útbreiðslu lömunarveiki, sem einnig er þekkt sem mænusótt, í fylkinu. 10.9.2022 14:06
Risastór áfangi í íslenska bakarabransanum Ríflega sjötíu bakarar eru staddir hér á landi til að taka þátt á heimsþingi bakara og kökugerðamanna. Í kvöld fer fram gala-kvöldverður á Grand Hótel þar sem heiðraðir verða bakari ársins og kökugerðamaður ársins, en sá síðarnefndi er Íslendingur. Nöfn sigurvegara verða tilkynnt í kvöld. 10.9.2022 13:09
Hundruð jarðskjálfta mælst síðan á miðnætti Ríflega 730 jarðskjálftar hafa mælst í námunda við Grímsey síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var 4,0 að stærð og mældist klukkan korter í þrjú í nótt. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. 10.9.2022 10:47
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10.9.2022 09:33