Lýsa yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 14:06 Yfirlýsingin er sú þriðja sem ríkisstjórinn Kathy Hochul gefur út á þessu ári, áður vegna kórónuveirunnar og síðar apabólunnar. Getty/Platt Ríkisstjórinn í New York í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hættu á útbreiðslu lömunarveiki, sem einnig er þekkt sem mænusótt, í fylkinu. Heilbrigðisyfirvöld segja að úrgangssýni í New York og fjórum aðliggjandi sýslum hafi mælst jákvæð. Þrátt fyrir að aðeins eitt tilfelli hafi greinst hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi, enda hefur lömunarveiki ekki greinst í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Árið 2013 greindist óbólusettur maður með lömunarveiki og lamaðist í kjölfarið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir árið 1979 að þeim hafi tekist að útrýma lömunarveiki í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í New York segja þó að bólusetningarhlutfall sé of lágt sums staðar í ríkinu sem skapi hættu. Stefnt verði að því að koma bólusetningarhlutfalli úr 79 prósentum upp í 90 prósent. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að engin lækning sé til við lömunarveiki. Hana sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu. „Við getum ekki tekið sénsinn þegar það kemur að lömunarveiki. Ef þú eða barnið þitt eruð óbólusett er raunveruleg hætta til staðar. Fyrir hvert einasta tilfelli af lömunarveiki sem greinist geta miklu fleiri verið smitaðir,“ sagði Dr. Mary Bassett yfirmaður heilbrigðissviðs New-York-ríkis í yfirlýsingu. Á vef Landlæknis er lömunarveiki lýst með þessum hætti: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“ Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segja að úrgangssýni í New York og fjórum aðliggjandi sýslum hafi mælst jákvæð. Þrátt fyrir að aðeins eitt tilfelli hafi greinst hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi, enda hefur lömunarveiki ekki greinst í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Árið 2013 greindist óbólusettur maður með lömunarveiki og lamaðist í kjölfarið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir árið 1979 að þeim hafi tekist að útrýma lömunarveiki í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í New York segja þó að bólusetningarhlutfall sé of lágt sums staðar í ríkinu sem skapi hættu. Stefnt verði að því að koma bólusetningarhlutfalli úr 79 prósentum upp í 90 prósent. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að engin lækning sé til við lömunarveiki. Hana sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu. „Við getum ekki tekið sénsinn þegar það kemur að lömunarveiki. Ef þú eða barnið þitt eruð óbólusett er raunveruleg hætta til staðar. Fyrir hvert einasta tilfelli af lömunarveiki sem greinist geta miklu fleiri verið smitaðir,“ sagði Dr. Mary Bassett yfirmaður heilbrigðissviðs New-York-ríkis í yfirlýsingu. Á vef Landlæknis er lömunarveiki lýst með þessum hætti: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“
Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20