Fimm látnir eftir mögulegan árekstur við hval Fimm létust þegar bát hvolfdi við strendur Nýja-Sjálands í morgun. Um borð var fuglaáhugafólk en lögregla telur líklegt að báturinn hafi lent í árekstri við hval. 10.9.2022 08:38
Karl III verður formlega konungur Karl III verður lýstur konungur yfir Bretlandi klukkan 9.00 á íslenskum tíma í dag, þegar arftakaráð, sérstök nefnd um valdaskipti, kemur formlega saman. 10.9.2022 08:10
„Ansi þéttum sólarhring lokið“ „Þá er ansi þéttum sólarhring lokið,“ segir í færslu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en slökkviliðið fór í samtals 135 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn, þar af 43 forgangsflutninga. 10.9.2022 07:48
Hljóp upp á borð, sparkaði í hluti og gekk berserksgang Lögregla handtók karlmann á tólfta tímanum í gærkvöldi en sá gekk berserksgang og var í mjög annarlegu ástandi fyrir utan veitingastað í miðborg Reykjavíkur. 10.9.2022 07:24
Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7.8.2022 16:30
Steindi í vandræðum með avókadóið: Æsispennandi lokaþáttur af Ísskápastríði Æsispennandi lokaþáttur af Ísskápastríði fer fram klukkan 18.50 í kvöld. Til leiks mæta Steindi Jr. og Siggi Gunnars. 7.8.2022 14:54
Rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Rafmagni sló út í Húnaþingi vestra rétt fyrir klukkan tvö í dag. Bilunin varði í um fimmtán mínútur og rafmagn er aftur komið á. 7.8.2022 14:30
Sakfelldir fyrir að féflétta mann á níræðisaldri Þrír sænskir bræður hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa fengið rúmlega áttatíu ára gamlan mann til gefa sér íbúð. Bræðurnir aðstoðuðu manninn við búslóðarflutning í fyrra en þekktu hann ekki að öðru leyti. 7.8.2022 13:54
Starfsfólk spítalans rífist hvert við annað Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. 7.8.2022 13:08
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur áhyggjur en Rússar vísa ásökunum á bug Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur miklar áhyggjur af aðstæðum í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu. Innviðir skemmdust töluvert í eldflaugaárásum fyrir helgi en verið er hið stærsta í Evrópu. Úkraínumenn og Rússar benda hver á annan. 7.8.2022 10:55