Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 09:33 Magdalena Andersson er formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hún tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Stefan Löfven á síðasta ári, fyrst kvenna. Getty/Campanella Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annaðhvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 9. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent) Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nú hafa hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Á myndinni sést greiðlega hvernig skiptingin er samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Novus.Novus/SVT Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Kosningabaráttan einkennst af umræðu um ofbeldi Kosningabaráttan hefur framan af einkennst mest af umræðu um þá öldu ofbeldis sem hefur víða riðið yfir sænskt samfélag og hvað skuli gerast til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Langflestar árásirnar tengjast valdabaráttu glæpagengja en ofbeldið hefur vitanlega áhrif á landið allt og hefur víða skapað ótta. Fréttaskýrendur segja það ótvírætt að það sé vatn á myllu hinna borgaralegu flokka og Svíþjóðardemókrata, verði glæpagengin og ofbeldið helsta kosningamálið á dagskrá síðustu daga kosningabaráttunnar. Það breyti því þó ekki að Jafnaðarmenn hafa einnig talað fyrir harðari aðgerðum til að bregðast við ástandinu. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annaðhvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 9. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent) Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nú hafa hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Á myndinni sést greiðlega hvernig skiptingin er samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Novus.Novus/SVT Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Kosningabaráttan einkennst af umræðu um ofbeldi Kosningabaráttan hefur framan af einkennst mest af umræðu um þá öldu ofbeldis sem hefur víða riðið yfir sænskt samfélag og hvað skuli gerast til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Langflestar árásirnar tengjast valdabaráttu glæpagengja en ofbeldið hefur vitanlega áhrif á landið allt og hefur víða skapað ótta. Fréttaskýrendur segja það ótvírætt að það sé vatn á myllu hinna borgaralegu flokka og Svíþjóðardemókrata, verði glæpagengin og ofbeldið helsta kosningamálið á dagskrá síðustu daga kosningabaráttunnar. Það breyti því þó ekki að Jafnaðarmenn hafa einnig talað fyrir harðari aðgerðum til að bregðast við ástandinu.
Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent)
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira