Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til næstu sex mánaða. 31.1.2022 18:34
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Til skoðunar er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn heilbrigðisráðherra. Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. 31.1.2022 17:46
Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31.1.2022 17:19
Menntskælingar ósáttir með afléttingar Menntskælingar eru ekki sáttir með nýjar reglur um samkomutakmarkanir enda ómögulegt að halda böll. Aðeins fimmtíu mega koma saman á standandi viðburðum en fimm hundruð mega koma saman þegar setið er í sætum. 30.1.2022 23:21
Nokkrir látnir af völdum stormsins Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu. 30.1.2022 22:17
Forseti viðurkennir mistök varðandi grímuskyldu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist bera ábyrgð á því að ekki hafi verið farið eftir gildandi sóttvarnareglum við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem fram fóru í liðinni viku. 30.1.2022 21:52
Greenwood hefur verið handtekinn Mason Greenwood, fótboltamaður Manchester United, hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun og líkamsárás. 30.1.2022 21:23
„Allir hundarnir í þessu máli eru hundrað þúsund prósent hreinræktaðir hundar“ Mæðgum sem vísað var úr Hundaræktarfélaginu (HRFÍ) í vikunni telja illa að sér vegið og segja mannorð sitt eyðilagt. Þær eru ósáttar við stjórn félagsins og formann og gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina. 30.1.2022 20:55
Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30.1.2022 20:22
Í aðdraganda Vetrarólympíuleika: Mesti fjöldi smitaðra í átján mánuði Mesti fjöldi smitaðra í eitt og hálf ár greindist í Peking, höfuðborg Kína, í gær. Aðeins fimm dagar eru í Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni. 30.1.2022 18:51