Opna fjöldahjálparstöð í kjölfar lokunar Súðavíkurhlíðar Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi hefur tekið ákvörðun um að opna fjöldahjálparstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar vegna lokunar Súðavíkurhlíðar, sem var lokað fyrr í dag vegna snjóflóðahættu. 30.1.2022 18:06
Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. 30.1.2022 17:53
Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. 30.1.2022 00:01
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29.1.2022 23:17
Íslendingur í Boston óhræddur við hríðarbyl Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá. 29.1.2022 22:52
Gagnrýnir harðlega atburðarás í máli hjúkrunarfræðings Tómas Guðbjartsson læknir segir illskiljanlegt að atburðarás í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um gáleysi í starfi, hafi raungerst. Heilbrigðisstarfsfólk standi illa að vígi og sé jafnan óvarið fyrir óvæginni umfjöllun. 29.1.2022 22:23
Tveir með stóra vinninginn Tveir ljónheppnir lottóspilarar unnu fyrsta vinning í kvöld og skipta vinningsupphæðinni því á milli sín. Upphæðin hefur oft verið stærri en hvor vinningshafi fær þó rúmlega 4,7 milljónir í sinn hlut. 29.1.2022 21:10
Vél frá Búdapest lent í Skotlandi vegna veiks farþega Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air. 29.1.2022 20:33
Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. 29.1.2022 20:17
Bríet samdi lag um Tenerife Söngkonan Bríet og gítarleikarinn Rubin Pollock frumfluttu splunkunýtt lag um eyjuna Tenerife í þættinum FM95BLÖ í gær. 29.1.2022 20:08