Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Tómasson segir fréttir klukkan 18.30.
Telma Tómasson segir fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Til skoðunar er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn heilbrigðisráðherra. Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og ræðum við forsætisráðherra og formann Viðreisnar um næstu skref í faraldrinum í beinni útsendingu.

Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. Farið verður yfir málið og rætt við formann VR um stöðuna í beinni útsendingu.

Þá heyrum við í formanni Trans Ísland sem segir trans fólkvera vanrækt í heilbrigðiskerfinu, förum yfir sögulega mikla loðnuveiði um helgina og ræðum við söngkonuna Laufey Lin sem tróð upp í spjallþætti Jimmy Kimmel á dögunum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×