Erlent

Nokkrir látnir af völdum stormsins

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Byggingarkrani féll á hliðina í Svíþjóð í óveðrinu.
Byggingarkrani féll á hliðina í Svíþjóð í óveðrinu. EPA-EFE/Johan Nilsson

Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu.

Í gærdag lést maður í þýska bænum Beelitz þegar rafmagnsstaur féll á hann í veðurofsanum. Þá létust níu ára gamall drengur og sextug kona þegar tré féll á þau vegna stormsins í Skotlandi í morgun.

Annar lést í Póllandi þegar tré féll á hann. Rúmlega sex hundruð þúsund heimili hafa verið rafmagnslaus í Póllandi í dag vegna veðurofsans og veðrið hefur verið mjög slæmt.

Þá lést kona á áttræðisaldri í Danmörku eftir að hafa dottið í óveðrinu og tveir iðnaðarmenn í Tékklandi þegar veggur féll á þá. Deutsche Welle greinir frá.

Almenningssamgöngur hafa víða verið lagðar niður og varað er því að ár geti flætt yfir árbakka sína í úrkomunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×