Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kona skaut sex til bana í skóla í Nas­hvil­le

Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang.

Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi

Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka.

Bola Corbyn út úr Verkamannaflokknum

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, ætlar að leggja fram tillögu á aðalfundi flokksins á morgun sem ætlað er að koma í veg fyrir að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi flokksins, megi bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. Corbyn segist ekki ætla að hverfa af sjónarsviðinu.

Frumkóða Twitter lekið á netið

Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf.

Nauðungarvistun Bynes framlengd

Nauðungarvistun leikkonunnar Amöndu Bynes hefur verið framlengd um minnst viku og gæti verið framlengd í allt að mánuð. Barna- og táningastjarnan var vistuð á geðdeild fyrir viku, eftir að hún sást ganga nakin um götur Los Angeles.

Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi

Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn.

Daníel kíkir á Resident Evil 4

Þátturinn Spilaðu með Daníel Rósinkrans er á Twitchrás GameTíví í kvöld. Þá ætlar Daníel að spila nýju endurgerð hryllingsleiksins Resident Evil 4.

Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum

Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra.

Paltrow ber vitni í dag

Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða.

Sjá meira