Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 16:29 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Sue Ogrocki Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. „Hvurslags manneskja getur ákært aðra, í þessu tilfelli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem fékk fleiri atkvæði en nokkur annar forseti í sögunni, og leiðir (með miklum mun) baráttuna um tilnefningu Repúblikanaflokksins, fyrir glæp, þegar allir vita að enginn glæpur var framinn, og einnig er vitað að mögulegur dauði og eyðilegging með slíkri falskri ákæru gæti verið hörmuleg fyrir land okkar?“ skrifaði Trump í svokölluðum sannleik á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Trump svaraði sjálfum sér og sagði að einungis „úrkynjaður geðsjúklingur sem hatar Bandaríkin“ gæti gert það. Þetta skrifaði Trump er klukkan var að ganga tvö í nótt, að staðartíma. In a late night post, Trump suggests that death and destruction could follow if he were arrested pic.twitter.com/dATKA2GZkr— Jonathan Lemire (@JonLemire) March 24, 2023 Fyrr í gær hafði Trump dreift mynd af sér halda á hafnaboltakylfu við hliðina á mynd af Alvin Bragg, áðurnefndum umdæmissaksóknara í Manhattan. Sjá einnig: Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Rannsaka greiðslu til klámleikkonu Bragg hefur á undanförnum mánuðum rannsakað 130 þúsund dala greiðslu Michaels Cohens, þáverandi einkalögmanns Trumps, til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámleikkonu sem gengur einnig undir nafninu Stormy Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var fyrir þögn hennar en Clifford hefur haldið því fram að hún hafi sængað hjá Trump skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Barron Trump árið 2006. Bragg og ákærudómstóll sem hann skipaði eru að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Sagði að hann yrði handtekinn Trump sagði sjálfur í síðustu viku að hann yrði ákærður og handtekinn á þriðjudaginn í þessari viku. Það gerðist ekki en fregnir hafa borist af því að rannsókn Bragg sé langt á veg komin. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að meðlimir ákærudómstólsins muni ekkert funda um rannsóknina fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Trump hefur einnig haldið því fram að Bragg sé handbendi George Soros. Sá er ungverskur auðmaður og mannvinur sem er vinsælt skotmark samsæringa. Forsetinn fyrrverandi hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum en hingað til hafa tiltölulega fáir látið sjá sig á mótmælum vegna rannsóknar Bragg. Trump er einnig til rannsóknar af Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og saksóknurum í Georgíu vegna opinberra og leynilegra gagna sem hann telur sig eiga og tilrauna hans til snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44 Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40 „Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49 Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
„Hvurslags manneskja getur ákært aðra, í þessu tilfelli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem fékk fleiri atkvæði en nokkur annar forseti í sögunni, og leiðir (með miklum mun) baráttuna um tilnefningu Repúblikanaflokksins, fyrir glæp, þegar allir vita að enginn glæpur var framinn, og einnig er vitað að mögulegur dauði og eyðilegging með slíkri falskri ákæru gæti verið hörmuleg fyrir land okkar?“ skrifaði Trump í svokölluðum sannleik á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Trump svaraði sjálfum sér og sagði að einungis „úrkynjaður geðsjúklingur sem hatar Bandaríkin“ gæti gert það. Þetta skrifaði Trump er klukkan var að ganga tvö í nótt, að staðartíma. In a late night post, Trump suggests that death and destruction could follow if he were arrested pic.twitter.com/dATKA2GZkr— Jonathan Lemire (@JonLemire) March 24, 2023 Fyrr í gær hafði Trump dreift mynd af sér halda á hafnaboltakylfu við hliðina á mynd af Alvin Bragg, áðurnefndum umdæmissaksóknara í Manhattan. Sjá einnig: Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Rannsaka greiðslu til klámleikkonu Bragg hefur á undanförnum mánuðum rannsakað 130 þúsund dala greiðslu Michaels Cohens, þáverandi einkalögmanns Trumps, til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámleikkonu sem gengur einnig undir nafninu Stormy Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var fyrir þögn hennar en Clifford hefur haldið því fram að hún hafi sængað hjá Trump skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Barron Trump árið 2006. Bragg og ákærudómstóll sem hann skipaði eru að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Sagði að hann yrði handtekinn Trump sagði sjálfur í síðustu viku að hann yrði ákærður og handtekinn á þriðjudaginn í þessari viku. Það gerðist ekki en fregnir hafa borist af því að rannsókn Bragg sé langt á veg komin. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að meðlimir ákærudómstólsins muni ekkert funda um rannsóknina fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Trump hefur einnig haldið því fram að Bragg sé handbendi George Soros. Sá er ungverskur auðmaður og mannvinur sem er vinsælt skotmark samsæringa. Forsetinn fyrrverandi hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum en hingað til hafa tiltölulega fáir látið sjá sig á mótmælum vegna rannsóknar Bragg. Trump er einnig til rannsóknar af Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og saksóknurum í Georgíu vegna opinberra og leynilegra gagna sem hann telur sig eiga og tilrauna hans til snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44 Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40 „Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49 Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44
Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40
„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49
Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44