„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23.5.2024 21:13
Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. 23.5.2024 19:22
Birnir og Bríet gefa saman út plötu Tónlistarfólkið Birnir og Bríet sameina krafta sína í væntanlegri plötu, sem mun bera nafnið 1000 orð. 22.5.2024 23:14
Hitafundur í Laugarnesskóla vegna skólauppbyggingar Fólki var heitt í hamsi á íbúafundi Reykjavíkurborgar og foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í kvöld. Til umræðu var tillaga Reykjavíkurborgar um byggingu á nýjum skóla í Laugardal í stað viðbygginga við þá eldri er nú til umræðu á íbúafundi í Laugarnesskóla. 22.5.2024 20:57
Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. 22.5.2024 19:14
Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22.5.2024 18:30
Séra Eva Björk ráðin biskupsritari Sr. Eva Björk Valdimardóttir prestur í Fossvogsprestakalli hefur verið ráðin biskupsritari. Hún tekur við starfinu af Pétri Markan sem var ráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í marsmánuði. 20.5.2024 16:54
Segja markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Bókunarforritið Noona hefur opnað fyrir veitingahúsabókanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja markaðstorg, sem innheimti gjald af hverri bókun, freistast til að blóðmjólka veitingahús sem eigi þegar í vök að verjast vegna annarra verðhækkana. 20.5.2024 16:04
Samningur BÍ í höfn í Karphúsinu Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir í dag. 20.5.2024 14:40
Ráðherrar hafi verið ítrekað varaðir við gjöf Haraldar Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands varaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, við því að starfslokasamningar Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra við nokkra undirmenn væru líklega ólögmætir. Sömu sögu er að segja um ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis og sérfræðinga innan fjármálaráðuneytis. 20.5.2024 13:53