Lífið

Birnir og Bríet gefa saman út plötu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Birnir og Bríet hafa kynnt plötuna á Instagram undanfarna daga.
Birnir og Bríet hafa kynnt plötuna á Instagram undanfarna daga. instagram

Tónlistarfólkið Birnir og Bríet sameina krafta sína í væntanlegri plötu, sem mun bera nafnið 1000 orð.

Undanfarna daga hafa þau Birnir og Bríet birt hljóðbrot úr nokkrum lögum sem verða á plötunni, þar á meðal lögin Lifa af, Gröf og Juvenile. Af brotunum að dæma er um að ræða raftónlistar- eða teknóplötu.

Platan er væntanleg 31. maí. Birnir gaf út plötuna Bushido árið 2021 sem var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Frá þeirri útgáfu hefur hann gefið út smelli í samstarfi við aðra, svo sem lagið Bakka ekki út ásamt Aroni Can og Eða? ásamt Gusgus. Hann eignaðist sitt fyrsta barn með kærustu hans Vöku Njálsdóttur í október á síðasta ári. 

Bríet gaf út sína fyrstu plötu árið 2020, Kveðja, Bríet, sem naut gríðarlegra vinsælda og hefur síðan þá gefið út nokkur lög, síðast lagið Venus ásamt Ásgeiri Trausta. Þá er hún nýkomin frá Nashville í Bandaríkjunum þar sem hún kom fram á tónleikum. 


Tengdar fréttir

Birnir og GusGus með sumarteknósmell

Teknóhljómsveitin GusGus og rapparinn Birnir sameina krafta sína í nýju lagi, sannkölluðum sumartekósmelli, sem ber nafnið Eða?

Birnir og Vaka eignuðust stúlku

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eignuðust frumburð sinn 2. nóvember síðastliðinn. Vaka deildi gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×