Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 19:22 Haukur Hinriksson segir að reglur KSÍ um heimild leikmanna til að leika á meðan kærumál gegn þeim velkjast um í kerfinu, verði skýrðar á næstunni. Mál Alberts Guðmundssonar og spilamennska með landsliðinu hefur verið í umræðunni undanfarna mánuði. vísir Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. Þetta segir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við Vísi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Alberts vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Frá því var greint í gær að Albert hefði verið skilinn utan þess hóps sem kemur til með að leika æfingaleiki við karlalandslið Englands og Hollands. Åge Hareide sagði á blaðamannafundi að reglur KSÍ væru skýrar. Þær leiddu til þess að honum væri ekki heimilt að velja Albert á meðan mál hans hefur ekki endanlega verið fellt niður. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar, en héraðssaksóknari felldi niður málið gegn honum í febrúar á þessu ári. Brotaþoli kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Reglur KSÍ kveða á um það að leikmanni sé óheimilt að leika fyrir landslið Íslands á meðan mál tengt honum sé til „meðferðar á rannsóknarstigi eða hjá ákæruvaldi.“ Ákvörðun héraðssaksóknara var að vísu kærð á meðan Albert var mættur í síðasta landsliðsverkefni og var honum þar með heimilt að leika leikina gegn Ísrael og Úkraínu. Það hafi verið vegna tómarúms í reglunum, eins og Haukur orðar það. Greinargerð og tillögum skilað til stjórnar Vafi leikur hins vegar á því hvort túlka skuli fyrrgreinda reglu á þann hátt að undir meðferð falli bið eftir ákvörðun ríkissaksóknara í máli leikmanns. Haukur segir að stjórn sambandsins hafi ákveðið nokkru áður að túlka beri regluna þannig að undir hana falli tilvik sambærileg því sem uppi er nú. „Reglan er hins vegar nokkuð einföld og stutt. Hún er sennilega ekki nógu nákvæm og sér ekki fyrir öll tilvik í réttarvörslukerfinu,“ segir Hinrik. Það sé ástæða fyrir því að endurskoðun á reglunni hafi verið sett af stað. „Með það að markmiði að skýra hana nánar, þessa agnúa og vankanta og þau tilvik sem geti komið upp við meðferð mála, þannig að það leiki enginn vafi á túlkun reglunnar þegar þessi tilvik koma upp.“ Horft til fyrra máls Ákvörðun hafi verið tekin innan stjórnar um hvernig haga beri þessum tilvikum fyrir síðasta landsliðsglugga, segir Haukur. „Þetta var bara ákveðið fyrirfram, það var alls ekki vitað hvort þessi tiltekna ákvörðun um niðurfellingu yrði kærð eða ekki.“ Í kjölfar þessa verkefnis var sett af stað vinna sem er ætlað að skýra reglurnar. Sex einstaklingar, sem standa utan KSÍ, hafa skilað greinargerð og tillögum til stjórnar. Í því tilfelli sem hér um ræðir lá hins vegar fyrir fyrri ákvörðun stjórnar í máli Arons Einars Gunnarssonar, sem ekki var valinn í landsliðsverkefni á meðan ríkissasksóknari átti eftir að taka ákvörðun í kynferðisbrotamáli hans. Svo fór að niðurfelling héraðssaksóknara á málinu var staðfest. „Sjórnin hafði því enga aðra valkosti í þessu tilfelli en að horfa til þessa fordæmis,“ segir Haukur. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þetta segir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við Vísi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Alberts vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Frá því var greint í gær að Albert hefði verið skilinn utan þess hóps sem kemur til með að leika æfingaleiki við karlalandslið Englands og Hollands. Åge Hareide sagði á blaðamannafundi að reglur KSÍ væru skýrar. Þær leiddu til þess að honum væri ekki heimilt að velja Albert á meðan mál hans hefur ekki endanlega verið fellt niður. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar, en héraðssaksóknari felldi niður málið gegn honum í febrúar á þessu ári. Brotaþoli kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Reglur KSÍ kveða á um það að leikmanni sé óheimilt að leika fyrir landslið Íslands á meðan mál tengt honum sé til „meðferðar á rannsóknarstigi eða hjá ákæruvaldi.“ Ákvörðun héraðssaksóknara var að vísu kærð á meðan Albert var mættur í síðasta landsliðsverkefni og var honum þar með heimilt að leika leikina gegn Ísrael og Úkraínu. Það hafi verið vegna tómarúms í reglunum, eins og Haukur orðar það. Greinargerð og tillögum skilað til stjórnar Vafi leikur hins vegar á því hvort túlka skuli fyrrgreinda reglu á þann hátt að undir meðferð falli bið eftir ákvörðun ríkissaksóknara í máli leikmanns. Haukur segir að stjórn sambandsins hafi ákveðið nokkru áður að túlka beri regluna þannig að undir hana falli tilvik sambærileg því sem uppi er nú. „Reglan er hins vegar nokkuð einföld og stutt. Hún er sennilega ekki nógu nákvæm og sér ekki fyrir öll tilvik í réttarvörslukerfinu,“ segir Hinrik. Það sé ástæða fyrir því að endurskoðun á reglunni hafi verið sett af stað. „Með það að markmiði að skýra hana nánar, þessa agnúa og vankanta og þau tilvik sem geti komið upp við meðferð mála, þannig að það leiki enginn vafi á túlkun reglunnar þegar þessi tilvik koma upp.“ Horft til fyrra máls Ákvörðun hafi verið tekin innan stjórnar um hvernig haga beri þessum tilvikum fyrir síðasta landsliðsglugga, segir Haukur. „Þetta var bara ákveðið fyrirfram, það var alls ekki vitað hvort þessi tiltekna ákvörðun um niðurfellingu yrði kærð eða ekki.“ Í kjölfar þessa verkefnis var sett af stað vinna sem er ætlað að skýra reglurnar. Sex einstaklingar, sem standa utan KSÍ, hafa skilað greinargerð og tillögum til stjórnar. Í því tilfelli sem hér um ræðir lá hins vegar fyrir fyrri ákvörðun stjórnar í máli Arons Einars Gunnarssonar, sem ekki var valinn í landsliðsverkefni á meðan ríkissasksóknari átti eftir að taka ákvörðun í kynferðisbrotamáli hans. Svo fór að niðurfelling héraðssaksóknara á málinu var staðfest. „Sjórnin hafði því enga aðra valkosti í þessu tilfelli en að horfa til þessa fordæmis,“ segir Haukur.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent