„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ um uppsveitir Árnessýslu Fjögur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu eru að hefja verkefni sem kallast; Bjóðum ömmu og afa í ferðalag" en tilgangur verkefnisins er að afi og amma fari í ferðalag með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar. 18.7.2020 19:50
Víkingar taka á móti gestum við Gömlu Þingborg í Flóahreppi Þeir sem vilja kynnast handverki Víkinga ættu að koma við á Gömlu Þingborg í Flóahreppi í dag því þar verða Víkingar að störfum til klukkan 16:00 í dag. 18.7.2020 12:10
Stór og falleg epli ræktuð á Sólheimum Ræktun á eplum á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi hefur gengið óvenjulega vel í sumar og er mikil uppskera af rauðum og fallegum eplum. 12.7.2020 23:56
Lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar vegna kórónuveirunnar Símon Geirsson, lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar og útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri á dögunum því hann þurfti að vera í einangrun vegna kórónuveirunnar. 12.7.2020 20:30
Kafbátarleitarvél mun sveima yfir Hellu á morgun Dönsk björgunarþyrla frá danska hernum og kafbátaleitarvél verða á sveimi yfir Hellu á morgun sem hluti af dagskrá flughátíðarinnar „Allt sem flýgur“ um helgina. 10.7.2020 20:00
Ný brú yfir Ölfusá gæti orðið tilbúin 2024 Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. 5.7.2020 13:11
Sæðistaka úr Ský alla daga þar sem dropinn kostar sitt Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hefur meira en nóg að gera þessa dagana því það er verið að taka sæði úr honum til að fylja hryssur með um allt land. 4.7.2020 20:00
Hálfur milljarður í nýtt hótel í Bláskógabyggð Framkvæmdir eru að hefjast við bygginu fjörutíu herbergja hótels í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem mun kosta um hálfan milljarð króna. Hótelið verður tilbúið næsta vor. 4.7.2020 13:06
Höfðingleg píanógjöf til Hússins á Eyrarbakka Píanó frá 1855 hefur verið gefið til Byggðasafns Árnesinga og verður það varðveitt í Húsinu á Eyrarbakka. Um höfðinglega gjöf er að ræða. 28.6.2020 20:13
10 ára harmoníkusnillingur á bænum Riddaragarði Víkingur Árnason, tíu ára á bænum Riddaragarði í Ásahreppi í Rangárvallasýslu hefur vakið athygli fyrir snilli sína að spila á harmoníku. Gæðastundir hans eru þó þegar hann spilar með afa sínum, Grétari Geirssyni, þekktum harmoníkuleikara í Rangárvallasýslu. 27.6.2020 21:37