Höfðingleg píanógjöf til Hússins á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júní 2020 20:13 Íris og Glúmur að spila á píanóið í Húsinu á Eyrarbakka, sem er frá 1855. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Húsinu á Eyrarbakka hefur borist höfðingleg gjöf en það er píanó frá 1855. Píanóið var upphaflega í Húsinu í 35 ár og er nú komið heim aftur. Húsið á Eyrarbakka er hluti af Byggðasafni Árnesinga en hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, sem tengjast sögu Árnessýslu. Húsið, sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins en byggðasafnið tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Nýlega barst Húsinu glæsileg gjöf en það er mjög merkilegt píanó og eitt af þeim elstu í landinu. Píanóið er reyndar rammfalskt en það mun jafna sig. „Það er verið að gefa Byggðasafni Árnesinga fyrsta píanóið, sem kom í Húsið á Eyrarbakka og það er smíðað 1855,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður á Selfossi á heiðurinn af því að píanóið er nú komið aftur í Húsið en afi hans og amma áttu píanóið í þau 35 ár, sem það var í Húsinu en það voru þau hjónin Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason. „Þetta er frábær gjöf, það er mikill fengur fyrir safnið að fá píanóið og ég þarf að endurskrifa sögu Hússins um einn kafla,“ segir Lýður. „Ég æfði mig á þetta píanó þegar ég var strákur, krakki hjá ömmu minni, hún átti það. Það er hægt að spila svona músík á það í dag en það er spennandi að vita þegar búið verður að stemma það en það þarf að standa hérna dálítið fyrst og venjast þessu húsi,“segir Glúmur. „Þetta er mjög merkilegur gripur en það er allt öðruvísi en venjulegt píanó, svolítið öðruvísi hljómur, það er mjög gaman að spila á það,“ segir Íris Beata Dudziak 17 ára barnabarn Glúms Lýður Pálsson, safnvörður er hæstánægður með þá höfðinglegu gjöf, sem Byggðasafn Árnesinga var að fá, píanó frá 1955, sem er komið aftur „heim“ í Húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Menning Tónlist Söfn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Húsinu á Eyrarbakka hefur borist höfðingleg gjöf en það er píanó frá 1855. Píanóið var upphaflega í Húsinu í 35 ár og er nú komið heim aftur. Húsið á Eyrarbakka er hluti af Byggðasafni Árnesinga en hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, sem tengjast sögu Árnessýslu. Húsið, sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins en byggðasafnið tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Nýlega barst Húsinu glæsileg gjöf en það er mjög merkilegt píanó og eitt af þeim elstu í landinu. Píanóið er reyndar rammfalskt en það mun jafna sig. „Það er verið að gefa Byggðasafni Árnesinga fyrsta píanóið, sem kom í Húsið á Eyrarbakka og það er smíðað 1855,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður á Selfossi á heiðurinn af því að píanóið er nú komið aftur í Húsið en afi hans og amma áttu píanóið í þau 35 ár, sem það var í Húsinu en það voru þau hjónin Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason. „Þetta er frábær gjöf, það er mikill fengur fyrir safnið að fá píanóið og ég þarf að endurskrifa sögu Hússins um einn kafla,“ segir Lýður. „Ég æfði mig á þetta píanó þegar ég var strákur, krakki hjá ömmu minni, hún átti það. Það er hægt að spila svona músík á það í dag en það er spennandi að vita þegar búið verður að stemma það en það þarf að standa hérna dálítið fyrst og venjast þessu húsi,“segir Glúmur. „Þetta er mjög merkilegur gripur en það er allt öðruvísi en venjulegt píanó, svolítið öðruvísi hljómur, það er mjög gaman að spila á það,“ segir Íris Beata Dudziak 17 ára barnabarn Glúms Lýður Pálsson, safnvörður er hæstánægður með þá höfðinglegu gjöf, sem Byggðasafn Árnesinga var að fá, píanó frá 1955, sem er komið aftur „heim“ í Húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Menning Tónlist Söfn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira