Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1.7.2020 23:35
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes boðin út í næstu viku Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. 1.7.2020 23:04
Flugprófanir í þessari viku eitt stærsta skrefið í endurkomu 737 MAX-vélanna Flugprófanir sem hófust í gær á Boeing 737 MAX-þotunni eru sagðar eitt mikilvægasta skrefið í að fá vélina aftur viðurkennda til farþegaflugs. Framvindan næstu vikur getur haft mikla þýðingu fyrir Icelandair. 30.6.2020 22:54
Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30.6.2020 20:52
Minnst tíu dagar taldir í að Sprengisandsleið verði fær Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. 30.6.2020 14:20
Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. 29.6.2020 22:34
Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn til að breikka í fjórar akreinar á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. 26.6.2020 13:54
Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta verði bylting í sjávarútvegi. 24.6.2020 21:04
Færeyingar yngja upp með nýrri Airbus A320 beint úr verksmiðju Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur fengið afhenta nýja þotu af gerðinni Airbus A320neo. Þotan kom beint frá Airbus-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi á föstudag. 24.6.2020 16:00
Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. 23.6.2020 20:36