Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2020 21:54 Svona leit malarkamburinn við Kollavíkurvatn út í dag. Hérna var skarðið fram á síðustu helgi. Sjá má hvalshræið sem tvær þústir til vinstri í vatninu við Mölina. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30