fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Landsstjórn Færeyja kynnir björgunarpakka fyrir flugið

Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, hefur kynnt sértækar aðgerðir landsstjórnarinnar til að bjarga flugstarfsemi eyjanna. Frumvarp um málið verður lagt fyrir Lögþingið á næstu dögum en ráðherrann segist hafa stuðning úr öllum flokkum við björgunarpakkann.

Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng

Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu.

Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík

Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær.

Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum.

Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki

Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki.

Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif

Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu.

Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri

Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum.

Sjá meira