Lífið

Fimm mánaða senuþjófur þegar mamma segir frá sveitahótelinu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hólmfríður Bóasdóttir hótelstjóri með soninn Bóas Ásvald Kristjánsson í fanginu.
Hólmfríður Bóasdóttir hótelstjóri með soninn Bóas Ásvald Kristjánsson í fanginu. Egill Aðalsteinsson

Fimm mánaða drengur í Önundarfirði stelur senunni þegar mamma hans er í viðtali á Stöð 2 að segja frá því þegar fjölskyldan á bænum Tröð í Bjarnadal gerði upp gamla barnaskólann í Holti og breytti í sveitahótel.

Hólmfríður Bóasdóttir hótelstjóri lýsir verkefninu í þættinum Um land allt með soninn Bóas Ásvald Kristjánsson í fanginu, sem fæddur er 28. júní. Tengdaföður hennar, Ásvaldi Magnússyni bónda, bregður einnig fyrir. Fljótlega færist athygli áhorfenda á drenginn, sem með sínum hætti vill ákafur tjá sig við sjónvarpsmennina.

Kirkjustaðurinn Holt var í gegnum aldirnar höfuðból Önundarfjarðar. Þar var um miðja síðustu öld byggt veglegt hús sem barnaskóli og félagsheimili sveitarinnar.

Gamli barnaskólinn til vinstri sem nú er orðinn sveitahótel. Fjær til hægri eru kirkjan og prestssetrið í Holti.Egill Aðalsteinsson

Fyrir tveimur árum opnaði fjölskyldan sveitahótelið Holt Inn í húsinu. Hólmfríður segir að eftir uppbygginguna og reynslutímann hafi þau vonast til að þetta yrði árið sem slegið yrði í gegn í rekstrinum. En þá skall á heimsfaraldur kórónuveiru.

Sjá má fleiri senur af stráknum í þættinum á Stöð 2, sem endursýndur er í dag, laugardag, klukkan 15.10. Hér má sjá brot úr þættinum:

Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð:


Tengdar fréttir

Prúðbúinn kaupmaður í fornri verslun selur bækur eftir vigt

Í húsi sem reist var árið 1898 á Flateyri við eina elstu götumynd Íslands býður kaupmaðurinn Eyþór Jóvinsson viðskipatvini velkomna í elstu upprunalegu verslun landsins, uppáklæddur að hætti heldri manns frá gamalli tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.