Skrifstofuhótelið orðið stærsti vinnustaðurinn í sjávarþorpinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2020 21:41 Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, segir frá skrifstofuhótelinu í gömlu símstöðinni. Egill Aðalsteinsson Hugtakið störf án staðsetningar hefur raungerst í vestfirsku sjávarþorpi með skrifstofuhóteli þar sem tugur einstaklinga sinnir störfum fyrir ólíka aðila. Í gömlu símstöðinni í Flateyri eru búið að innrétta fjölda skrifstofurýma, meðal annars fyrir Lýðskólann. „Þetta er sem sagt skrifstofuhótel. Þetta heitir Skúrin – samfélagsmiðstöð á Flateyri,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 36 aðilar stofnuðu einkahlutafélag um reksturinn síðastliðið sumar til að skapa sameiginlega vinnuaðstöðu. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson „Eitthvað svona sameiginlegt rými. Fólk getur komið saman og unnið saman. Því að það eru svo margir hérna með allskonar hugmyndir sem þeir eru að vinna í og koma á koppinn. Stofna einhverskonar fyrirtæki eða félög.“ Auk Lýðskólans hafa þarna skrifstofu Lánasjóður sveitarfélaga, Ísafjarðarbær, bókhaldsþjónusta, hugbúnaðarfyrirtæki, sem og nokkrir einstaklingar. Þetta virðist vera lýsandi dæmi um störf án staðsetningar. Lánasjóður sveitarfélaga er meðal þeirra sem nýta sér skrifstofuhótelið.Egill Aðalsteinsson „Já, þetta er alveg þannig. Okkur langar til að fá fleiri og kannski fjölbreyttari flóru í atvinnulífið. Það má eiginlega segja að Skúrin er nú þegar orðin stærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Því við erum alveg tíu sem erum núna. Við viljum gjarnan fá fleiri. Við höfum nokkur pláss í viðbót,“ segir Ingibjörg. Einnig var fjallað um skrifstofuhótelið í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Ísafjarðarbær Byggðamál Um land allt Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
„Þetta er sem sagt skrifstofuhótel. Þetta heitir Skúrin – samfélagsmiðstöð á Flateyri,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 36 aðilar stofnuðu einkahlutafélag um reksturinn síðastliðið sumar til að skapa sameiginlega vinnuaðstöðu. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson „Eitthvað svona sameiginlegt rými. Fólk getur komið saman og unnið saman. Því að það eru svo margir hérna með allskonar hugmyndir sem þeir eru að vinna í og koma á koppinn. Stofna einhverskonar fyrirtæki eða félög.“ Auk Lýðskólans hafa þarna skrifstofu Lánasjóður sveitarfélaga, Ísafjarðarbær, bókhaldsþjónusta, hugbúnaðarfyrirtæki, sem og nokkrir einstaklingar. Þetta virðist vera lýsandi dæmi um störf án staðsetningar. Lánasjóður sveitarfélaga er meðal þeirra sem nýta sér skrifstofuhótelið.Egill Aðalsteinsson „Já, þetta er alveg þannig. Okkur langar til að fá fleiri og kannski fjölbreyttari flóru í atvinnulífið. Það má eiginlega segja að Skúrin er nú þegar orðin stærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Því við erum alveg tíu sem erum núna. Við viljum gjarnan fá fleiri. Við höfum nokkur pláss í viðbót,“ segir Ingibjörg. Einnig var fjallað um skrifstofuhótelið í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Ísafjarðarbær Byggðamál Um land allt Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42