Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13.8.2020 20:12
Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11.8.2020 21:57
Ístak með lægra boðið í breikkun á Kjalarnesi Aðeins tvö tilboð bárust í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægra boðið, upp á 2.305 milljónir króna, átti Ístak, og var það fjórum prósentum yfir kostnaðaráætlun. 11.8.2020 19:43
Grafningsvegur verður kláraður með sem minnstum tilkostnaði „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 5.8.2020 22:45
Skora á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. 4.8.2020 22:32
Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2.8.2020 22:38
Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30.7.2020 22:28
Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. 29.7.2020 22:24
Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28.7.2020 23:23
Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27.7.2020 23:13