Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2020 22:35 Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Egill Aðalsteinsson Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. Miðað við aflann úr fiskeldinu í Dýrafirði ætti Þingeyri að upplifa stærra blómaskeið en var þegar togararnir voru tveir. „Það er verið að tala um tíu þúsund tonn hérna í firðinum,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, í fréttum Stöðvar 2. Frá Þingeyri við Dýrafjörð.Egill Aðalsteinsson „Sléttanes og Framnes, sem voru hér áður, voru með heildarárskvóta átta þúsund tonn. Þeir eru með tíu þúsund tonn hérna, laxeldið hérna í firðinum. Það er ekkert smotterí.“ -Það er að skaffa meiri afla heldur en togararnir tveir gerðu til samans? „Nákvæmlega,“ segir Sigmundur. Fjórir þjónustubátar eru gerðir út frá Þingeyri til að sinna fiskeldi Arctic Fish, sem skapar tíu manns atvinnu á staðnum. Formaður íbúasamtakanna vill að nærsamfélagið fái meira. Hann vill sjá gjöld á fiskeldisfyrirtækin fyrir að nota firðina. „Að þeir greiði gjöld til samfélagsins.“ -Og þá til sveitarfélaganna? „Þá er ég að tala um til sveitarfélaganna." Fiskeldisbáturinn Hafnarnes við bryggju á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Og eins og þetta er í dag þá fer allur afli héðan til Bíldudals í vinnslu. Það er annað sveitarfélag. Þeir fá að landa og þeir fá fiskinn. Ekki Ísafjarðarbær. Ísafjarðarbær skaffar aðstöðuna fyrir þá hérna. Það er náttúrlega mikil vinnsla í kringum þetta allt saman hér. En við viljum sjá miklu, miklu meira. Ég hefði helst viljað vinna þetta allt hérna heima,“ segir formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi hefur verið lýst sem stærsta tækifæri Vestfjarða til að snúa við byggðaþróun. Fiskeldi Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Skattar og tollar Byggðamál Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Miðað við aflann úr fiskeldinu í Dýrafirði ætti Þingeyri að upplifa stærra blómaskeið en var þegar togararnir voru tveir. „Það er verið að tala um tíu þúsund tonn hérna í firðinum,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, í fréttum Stöðvar 2. Frá Þingeyri við Dýrafjörð.Egill Aðalsteinsson „Sléttanes og Framnes, sem voru hér áður, voru með heildarárskvóta átta þúsund tonn. Þeir eru með tíu þúsund tonn hérna, laxeldið hérna í firðinum. Það er ekkert smotterí.“ -Það er að skaffa meiri afla heldur en togararnir tveir gerðu til samans? „Nákvæmlega,“ segir Sigmundur. Fjórir þjónustubátar eru gerðir út frá Þingeyri til að sinna fiskeldi Arctic Fish, sem skapar tíu manns atvinnu á staðnum. Formaður íbúasamtakanna vill að nærsamfélagið fái meira. Hann vill sjá gjöld á fiskeldisfyrirtækin fyrir að nota firðina. „Að þeir greiði gjöld til samfélagsins.“ -Og þá til sveitarfélaganna? „Þá er ég að tala um til sveitarfélaganna." Fiskeldisbáturinn Hafnarnes við bryggju á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Og eins og þetta er í dag þá fer allur afli héðan til Bíldudals í vinnslu. Það er annað sveitarfélag. Þeir fá að landa og þeir fá fiskinn. Ekki Ísafjarðarbær. Ísafjarðarbær skaffar aðstöðuna fyrir þá hérna. Það er náttúrlega mikil vinnsla í kringum þetta allt saman hér. En við viljum sjá miklu, miklu meira. Ég hefði helst viljað vinna þetta allt hérna heima,“ segir formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi hefur verið lýst sem stærsta tækifæri Vestfjarða til að snúa við byggðaþróun.
Fiskeldi Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Skattar og tollar Byggðamál Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11