Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Við­brögð við sögu­legum tölum í Frakk­landi í beinni

Kjörstöðum í Frakklandi hefur verið lokað og útgönguspár gefnar út strax í kjölfarið. Við förum yfir fyrstu tölur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Torfa Tulinius, prófessor og sérfræðing í málefnum Frakklands, til að greina stöðuna í myndveri í beinni útsendingu.

„Fólk er ein­fald­lega hrætt“

Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til.

Hyggst ekki flýta bílabanni og efa­semdir um nýtt eld­gos

Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að ekki hefjist nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni, þó að Veðurstofan mæli hraðara landris. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Birta við­kvæmar upp­lýsingar um lög­reglu­menn á netinu

Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum, sem grafi undan trausti milli lögreglu og borgara. Við ræðum við lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan fram­bjóðanda

Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað.

Efndu til gjörnings við Lækjar­torg

Stuðningsmenn Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvahrörnunarsjúkdóm, efndu í dag til gjörnings við Lækjartorg til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun hans úr landi.

Erfið staða Sjálf­stæðis­flokksins og Cybertruck mættur til Ís­lands

Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Við förum yfir stöðuna í pólitíkinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt

Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins.

„Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“

Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni.

Tveir veiði­hundar í haldi Dýraþjónustunnar

Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku.

Sjá meira